Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ meta byggtilraun í Keldudal en unnið verður með bygg, rauðsmára og kartöflur í verkefninu.
Starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ meta byggtilraun í Keldudal en unnið verður með bygg, rauðsmára og kartöflur í verkefninu.
Í deiglunni 20. janúar 2023

Samnorrænt verkefni um fæðuöryggi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samstarfsverkefni norræna og baltneskra sérfræðinga á sviði jarðræktar og skyldra sviða hlutu á dögunum vænlegan rannsóknarstyrk frá Nordforsk vegna verkefnis um fæðuöryggi.

Afurð verkefnisins verður víðtækur gagnagrunnur sem nýtast mun við aðlögun og ræktun nytjajurta við breytt veðurfar á norrænum slóðum.

Styrkur Nordforsk hljóðar upp á samtals 10 milljónir norskra króna sem samsvarar um 142 milljónum íslenskra króna en níu stofnanir frá öllum fimm Norðurlöndunum koma að því.

Ber það enska heitið Future Food Security in the Nordic-Baltic Region: Merging Past, Present, and Future – sem mætti þýða á íslensku sem Framtíðarfæðu- öryggi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum:Samruni fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Unnið með kartöflur, rauðsmára og bygg

Alls mun 31 sérfræðingur á sviði jarðræktar, plöntukynbóta, erfðamengjagreininga, tölfræðigreininga og veðurspálíkana taka þátt í verkefninu auk doktorsnema. Munu þau, á næstu fjórum árum, setja á fót eina aðgengilega gagnasmiðju, sem halda mun utan um sem flest fáanleg og nýtileg gögn um nytjajurtir og veðurfar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum frá upphafi mælinga til dagsins í dag.

Þóroddur Sveinsson.

Verkefnisstjóri er Þórdís Þórarinsdóttir umhverfistölfræðingur, sem starfar sem yfirsérfræðingur hjá Norsku Gagnamiðstöðinni, eða (Norwegian Computing Center) í Osló, en Þóroddur Sveinsson, deildarforseti fagdeildarinnar Ræktunar & fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, er tengiliður íslenska vísindasamfélagsins við verkefnið.

„Þessar upplýsingar eru til í miklu magni á mörgum stöðum í hverju landi fyrir sig sem við hyggjumst sameina, samræma og vinna úr til að búa til framtíðarspár. Vísindalega markmiðið er að skapa meiri þekkingu á loftslagsbreytingum sem hefur hagnýta þýðingu fyrir aðlögun nytjajurta að framtíðarloftslagi svæðanna, með áherslu á kornrækt, fóðurrækt og ræktun rótarávaxta,“ segir Þóroddur, en unnið verður aðallega með bygg, rauðsmára og kartöflur sem staðaltegundir.

Skoða hvernig loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á ræktun

Með verkefninu er ætlunin að auka fæðuöryggi með markvissu átaki til að aðlaga, eins og kostur er, plöntukynbætur og land- búnaðarframleiðslu að loftslagi framtíðarinnar. Þannig á að auðvelda miðlun og dreifingu upplýsinga til vísindasamfélagsins, ræktenda og almennings.

Þá segir Þóroddur að með verkefninu sé verið að stuðla að þverfaglegu samstarfi ólíkra rann- sóknastofnana sem tengjast veðurfræði og aðlögun landbúnaðar að loftslagsbreytingum, stuðla að þverfaglegu samstarfi meðal yngri vísindamanna úr ólíkum fagsviðum lífvísinda og stækka alþjóðlegan prófíl Norðurlandanna með framlagi verkefnisins til vísindasamfélagsins um heim allan. Lagt verður upp með að svara þremur rannsóknaspurningum:

  1. Hvaða árstíðabundnu loftslagsvísar hafa mest áhrif á árangur í bygg-, rauðsmára- og kartöflurækt og hvert er samspilið á milli jarðvegseiginleika, arfgerða tegunda og loftslags? Hvernig munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á ræktunarárangur þessara tegunda á Norðurlöndunum og í
    Eystrasaltslöndunum?
  2. Eru til landsvæði í dag sem líkist áætluðu loftslagi í fram- tíðinni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum?
  3. Getum við gert gagnlegar árstíðabundnar loftslagsspár (líkön) sem skipta máli fyrir ræktun korns, fóðurjurta og rótarávaxta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum í framtíðinni?

Nordforsk er stofnun sem rekin er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Stofnunin veitir styrki til norrænnar samvinnu á sviði rannsókna og rannsóknainnviða. Höfuðstöðvar hennar eru í Osló.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...