Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. /Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. /Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Mynd / Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Fréttir 1. september 2021

Samningur um rannsókn á iðragerjun nautgripa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra og rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, undirrituðu fyrir skömmu samning þar sem umhverfis-og auðlindaráðuneytið styður við rannsóknir til að bæta þekkingu og grunnupplýsingar um metanlosun vegna iðragerjunar nautgripa.

Með samningnum eru tryggð kaup og uppsetning á viðurkenndum búnaði sem mælir metanlosun frá búfé.

Í tilkynningu vegna undirritunar samningsins segir að í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sé kveðið á um bætta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun. Meginþorra þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem kemur frá búfjárrækt má rekja til gerjunar sem á sér stað í iðrum búfjár. Þegar kýr og kindur jórtra ropa þær upp metani sem er öflug gróðurhúsalofttegund, raunar meira en tuttugu sinnum öflugri en CO2.

Markmið rannsóknarverkefnisins er að rannsaka metanlosun íslenskra mjólkurkúa, sem og að rannsaka hvernig megi minnka losun frá jórturdýrum með breyttri fóðrun.

 Kannað hvort sé hægt að minnka losun

Rannsóknir erlendis benda til að hægt sé að draga úr framleiðslu metans í meltingarvegi búfjár með ýmsum leiðum, svo sem með því að nota efni úr þörungum. Með rannsókninni nú verður kannað hvort hægt sé að draga úr slíkri losun hér á landi og stuðla að rannsóknum og þróun innanlands.

Niðurstöður rannsóknanna munu nýtast til þess að móta leiðir að kolefnishlutleysi í nautgriparækt sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þá eru niðurstöðurnar mikilvægur þáttur í að bæta upplýsingar fyrir losunarbókhald Íslands, varðandi mat á losun frá landbúnaði.

 Mikilvægar aðgerðir í loftlagsmálum

„Það er mikilvægt að við byggjum aðgerðir okkar í loftslagsmálum á bestu fáanlegu upplýsingum, en engar rannsóknir hafa lagt mat á metanlosun íslenskra nautgripa og því hefur verið stuðst við erlendar rannsóknir í loftslagsbókhaldinu okkar. Með tækjabúnaðinum bætum við úr þessu og getum farið í rannsóknir á áhrifum mismunandi bætiefna í fóðri á metanlosun, þannig að í framhaldinu ættum við að geta tekið stór skref til að draga úr metanlosun með slíkum bætiefnum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...