Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samningur Bændasamtakanna við Félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun um afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af COVID-19 hefur verið framlengdur til áramóta.
Samningur Bændasamtakanna við Félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun um afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af COVID-19 hefur verið framlengdur til áramóta.
Fréttir 5. nóvember 2020

Samningur um afleysingaþjónustu fyrir bændur framlengdur til áramóta

Í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor gerðu Bændasamtökin samkomulag, fyrir hönd sinna félagsmanna, við félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun um fjárstuðning úr Tryggingasjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga til að standa undir kostnaði félagsmanna við afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af völdum COVID-19. Sá samningur náði til loka maí á þessu ári en hefur nú verið framlengdur fram að áramótum.

Bændasamtök Íslands í samvinnu við búnaðarsambönd hafa skipulagt afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af völdum kórónuveirunnar. Nokkrir aðilar eru á viðbragðslista sem munu taka að sér bústörf þegar og ef þörf er á. Þeir bændur, sem geta ekki sinnt sínum störfum, eiga kost á að sækja um afleysingu að hámarki í 14 daga.

Búnaðarsamböndin sjá um utanumhald, samskipti við verktaka og útdeilingu verkefna á hverju búnaðarsambandssvæði. Hægt er að sækja strax um aðstoð en boðið er upp á þjónustuna út desember.

Upplýsingar eru veittar í netfangið afleysing@bondi.is og í eftirfarandi símanúmerum:

Búnaðarsamband A-Skaftfellinga, sími 867-9634

Búnaðarsamband Austurlands, sími 893-9375

Búnaðarsamband Eyjafjarðar, sími 460-4472

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, sími 451-2602

Búnaðarsamband N-Þingeyinga, sími 895-0833

Búnaðarsamband Skagfirðinga, sími 846-8185

Búnaðarsamband Suðurlands, sími 480-1800

Búnaðarsamband S-Þingeyinga, sími 843-9140

Búnaðarsamtök Vesturlands, sími 437-1215

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f