Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samningar Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir taka gildi 1. maí 2018
Fréttir 2. nóvember 2017

Samningar Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir taka gildi 1. maí 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samningar Íslands og Evrópusambandsins um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur annars vegar og um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum hins vegar, sem undirritaðir voru árið 2015, munu öðlast gildi 1. maí 2018 en þá verður málsmeðferð ESB endanlega lokið.

Á vef Stjórnarráðs Íslands segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð“.

Allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt

Samningarnir fela í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Niðurstaðan felur í sér að allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt. Sem dæmi munu tollar falla niður á súkkulaði, pizzum, pasta, bökunarvörum og fleiru. Auk þessa eru tollar felldir niður eða lækkaðir á óunnum landbúnaðarvörum eins og til dæmis villibráð, frönskum kartöflum, útiræktuðu grænmeti svo dæmi séu tekin.

Jafnframt er samkomulag um að báðir aðilar auki verulega tollfrjálsa innflutningskvóta, meðal annars fyrir ýmsar kjöttegundir og osta og kemur aukningin til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma. Á móti fær Ísland verulega hækkun tollfrjálsra innflutningskvóta fyrir skyr, smjör og lambakjöt og nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost.

Landfræðilegar merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum viðurkenndar

Samhliða öðlast gildi samningur milli Íslands og ESB um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum. Í meginatriðum felur samningurinn í sér að íslensk stjórnvöld og ESB skuldbinda sig til að vernda á yfirráðasvæði sínu afurðarheiti sem eru vernduð á yfirráðasvæði hins aðilans.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...