Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samkomulag um betri merkingar matvæla
Mynd / HKr.
Fréttir 1. febrúar 2019

Samkomulag um betri merkingar matvæla

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins undirrituðu í dag samkomulag um að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum. Með samstarfinu er markmiðið að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif matvæla.

Átaksverkefni og aukna upplýsingar

Skipaður verður samráðshópur með fulltrúum neytenda, bænda og verslunar og er hlutverk hans að ráðast í átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið.

Neytendur vilja bættar merkingar

Árið 2014 var settur samstarfshópur á laggirnar sem hafði það hlutverk að bæta upprunamerkingar matvæla. Í honum voru fulltrúar bænda, neytenda, ferðaþjónustunnar, Samtaka atvinnulífsins, Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu. Í könnun sem gerð var á vegum hópsins árið 2014 var niðurstaðan sú að fjórir af hverjum fimm Íslendingum sögðu það skipta máli að upplýsingar um upprunaland væru á umbúðum matvæla. Síðan árið 2014 er mikið vatn runnið til sjávar og t.d. hafa nýjar reglur tekið gildi um upprunamerkingar á kjötvörum og fánalögin verið tekin til endurskoðunar. Þá er orðið algengara að veitingastaðir tilgreini uppruna á mat sem er í boði og hávær krafa er um það meðal neytenda að sama eigi við í mötuneytum og á öðrum stöðum sem selja tilbúinn mat. Samstarfshópurinn gaf út leiðbeiningabæklinginn „Frá hvaða landi kemur maturinn?“ árið 2015 og er hann aðgengilegur á vefsíðunni www.upprunamerkingar.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...