Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samkeppniseftirlitið hafnar undanþágubeiðni Markaðsráðs kindakjöts
Mynd / TB
Fréttir 3. ágúst 2017

Samkeppniseftirlitið hafnar undanþágubeiðni Markaðsráðs kindakjöts

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Samkeppniseftirlitið telur að Markaðsráð kindakjöts hafi ekki sýnt fram á að lagaskilyrði fyrir tímabundinni undanþágu frá samkeppnislögum séu uppfyllt vegna umsóknar ráðsins um leyfi til aukinnar samvinnu sláturleyfishafa við útflutning á kindakjöti. Þetta kemur fram í bréfi sem Samkeppniseftirlitið sendi Markaðsráði kindakjöts síðla dags 1. júlí sl.
 
Í þrettán síðna bréfi Samkeppnis­eftirlitsins er gerð grein fyrir svokölluðu frummati á málinu. Erindi Markaðsráðs gekk út á að í stað þess að útflutningur væri á hendi hvers sláturleyfishafa fyrir sig tækju fyrirtækin sig saman undir merkjum Markaðsráðs og færu í útflutningsverkefni á grundvelli sérstakra samninga þar að lútandi. Forsendur samkomulagsins væru að sláturleyfishafar myndu skuldbinda sig til þess að flytja út tiltekinn hluta þess lambakjöts sem þeir framleiddu á gildistíma undanþágunnar. Markaðsráð hefur lagt til að útflutt magn í heild miði við 35% af framleiddu lambakjöti á þessu ári og að svipað hlutfall verði flutt út árið 2018. 
 
Þessu hafnar Samkeppniseftirlitið en engu að síður býður það Markaðsráði að leggja fyrir nánari gögn máli sínu til stuðnings. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs kindakjöts og Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að hún túlkaði svarbréf Samkeppniseftirlitsins sem svo að sú leið sem sláturleyfishafar og bændur hefðu viljað fara væri ófær.
 
„Það eru ekki frekari gögn fyrir hendi því við höfum ekki yfir þeim að ráða. Við búum ekki yfir þeim auknu upplýsingum sem eftirlitið biður um og á þeim forsendum virðist ljóst að þessi leið er ekki fær,“ segir Oddný Steina.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...