Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum um samruna matvælavinnslufyrirtækja
Fréttir 26. október 2020

Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum um samruna matvælavinnslufyrirtækja

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir umsögnum og sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðs samruna matvælavinnslufyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH-afurða. 

Umsagnarfrestur rennur út 28. október næstkomandi. Samkeppniseftirlit hefur gefið aðgang að samrunaskrá án trúnaðarupplýsinga. Við mat á samruna verður horft bæði til hagsmuna bænda og neytenda.

Áhrif á hag bænda og neytenda

Samkeppniseftirliti var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna upp úr miðjum ágúst síðastliðnum. Norðlenska er framleiðslufyrirtæki á sviði kjötvöru og hefur starfsstöðvar á þremur stöðum á landinu, Akureyri, Reykjavík og Húsavík. Fyrirtækið sér m.a. um slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og svínum og framleiðir og selur margvíslegar vörur sem unnar eru úr kjötinu, m.a. undir vörumerkjunum, Goði, KEA, Húsavíkurkjöt og Bautabúrið. Kjarnafæði er ennig matvælavinnslufyrirtæki sem framleiðir og selur ýmsar vörur úr lamba-, nauta-, grísa- og hrossakjöti. Kjarnafæði á fyrirtækið SAH-afurðir sem rekur sláturhús og afurðasölu á Blönduósi. Starfsemi þess felst í slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og sölu á afurðum til matvælavinnslufyrirtækja.

Samkeppniseftirlitið óskar nú sérstaklega eftir því að sjónarmið um áhrif samruna fyrirtækjanna á hag bænda og neytenda komi fram. Einnig að fram komi hverjar samkeppnisaðstæður í slátrun gripa hér á landi verði og áhrif samrunans á samkeppni á milli sláturhúsa í slátrun hrossa, nautgripa, sauðfjár og svína. Þá er óskað eftir sjónarmiðum er varðar áhrif samrunans á þá markaði sem fyrirtækin starfa á hefur og loks leitar eftirlitið eftir almennum sjónarmiðum um samkeppnisaðstæður á mörkuðum fyrir kjötafurðir hér á landi, allt frá ræktun gripa til sölu á fullunnum kjötafurðum.

„Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum máls og öðrum þeim sem málið varðar, eftir því sem nauðsynlegt þykir hverju sinni. Í þessu máli telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gefa bændum, öðrum viðskiptavinum, keppninautum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri á að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri“, segir í tilkynningu Samkeppniseftirlits.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...