Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. mars 2021

Samkeppniseftirlit fær viðbótarfrest til að komast að niðurstöðu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Frestur til rannsóknar málsins framlengist um allt að 35 virka daga, en á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort nýta þurfi allan þann frest,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sem tekur sér nú lengri tíma en áður var fyrirhugað til að komast að niðurstöðu varðandi samruna tveggja fyrirtækja á matvælasviði, Kjarnafæðis og Norðlenska.

Gert hafði verið ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi tilkynna síðastliðinn föstudag, 19. febrúar, um hvort samruni yrði heimilaður eður ei. En nú er ljóst að niðurstaða mun liggja fyrir í síðasta lagi að 35 dögum liðnum, eða í kringum mánaðamót mars og apríl.

Aukið svigrúm til að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum

Páll Gunnar segir að tímafrestir hafi verið framlengdir að frumkvæði samrunafélaganna og sé það í samræmi við samkeppnislög. Hann segir viðbótarfresti veita Samkeppniseftirlitinu sem og félögunum tveimur m.a. tækifæri til að kanna grundvöll til að setja samrunanum skilyrði sem vernda myndu m.a. hagsmuni bænda og neytenda. Jafnframt gefa viðbótarfrestirnir Samkeppniseftirlitinu aukið svigrúm til þess að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum. Eftirlitið og samrunaaðilar eigi í uppbyggilegum samskiptum sem miða að því að upplýsa málið sem best og og skjóta styrkum stoðum undir endanlega niðurstöðu.

Páll Gunnar Pálsson.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f