Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér stað hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna.
Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér stað hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna.
Mynd / HKr
Fréttir 13. september 2021

Samiðn gagnrýnir harðlega stöðu iðnnáms á Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Miðstjórn Samiðnar kom nýlega saman þar sem kom hörð gagnrýni fram vegna stöðu iðnnáms hér á landi. Í ályktun miðstjórnar kemur fram að staðan sé orðin mjög alvarleg þegar 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Þar eiga 18 ára og eldri nánast engan möguleika á að komast í iðnnám og er það algerlega óviðunandi.

Hilmar Harðarsson, formaður Sam­iðnar. Mynd / Aðsend

Að sama skapi gerir Samiðn athugasemdir við þá vegferð sem stjórnvöld eru í varðandi löggildingu iðngreina. Þar styður ríkisstjórnin sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Það vekur athygli að OECD horfði í skýrslu sinni eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna. Það sýnir hversu ósamstiga stjórnvöld eru í þessum málaflokki.

„Hér er einnig um brýnt neytendamál að ræða. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að þjónusta iðnaðarmanna uppfylli gæðakröfur. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim störfum og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt er af yfirvöldum. Það gefur augaleið að afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf geta verið mjög alvarlegar,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.

Skylt efni: Samiðn | iðnnám

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...