Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Samið um gott veður
Fréttir 6. júní 2014

Samið um gott veður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sigurður Emil Ævarsson er mótsstjóri Landsmóts hestamanna. Hann segir að undirbúningur fyrir mótið gangi mjög vel og búið sé að ganga frá samningum um gott veður.

„Ég held að það sé góður hugur í mönnum fyrir þetta mót og það er þegar búið að skrá inn frábæra hesta. Mótið verður klárlega í gæðum sem aldrei fyrr. Þarna verður heimsmeistari kynbótahrossa og fyrrverandi heimsmeistari líka og feikilegur hestakostur,“ segir Sigurður.

Hann segir að svipaður fjöldi sé með þátttökurétt á mótinu á Hellu og var í Reykjavík. Nú standi yfir úrtökumót og reiknar hann með að keppt verði um þátttökurétt alveg til miðnættis þann 16. júní þegar fresturinn rennur út.

„Það eru um 500 hestar sem fara í gegnum gæðakeppnina. Ég er að búast við rétt yfir hundrað keppendum í A og B flokki og á bilinu 80 til 90 í yngri flokkunum.“

Sigurður er enginn nýgræðingur í mótshaldi af þessu tagi og er þetta sjötta mótið í röð sem hann stýrir. „Þetta fer nú að verða hálf vandræðalegt hvað maður er búinn að vera lengi í þessu.“

Bylting í upptökum

„Það eru samt alltaf einhverjar nýjungar í hvert skipti. Það sem er sérstakt við þetta mót er að það verður tekið upp á vídeó í miklum gæðum eins og fyrri mót, en nú fá allir þátttakendur afhentar upptökur að móti loknu, þetta verður mikil bylting.“ Hann segir að undanfarin mót hafi vissulega verið tekinn upp enda kvöð um að slíkt sé gert, en menn hafi þá þurft að kaupa upptökurnar sérstaklega.

–Er þá ekki heljarmikill tæknipakki sem fylgir mótshaldinu á Hellu?
„Það er óhemju tækni í kringum þetta. Við verðum að standa okkur vel í upplýsingaveitunni og hafa þetta allt með nýjustu tækni. Það kostar þó mikla peninga á því er enginn vafi. Tæknipakkinn er dýrari en allt annað á mótinu.“

Segir Sigurður því mikilvægt að aðsókn verði góð. Hann er reyndar ekki í neinum vafa um að svo verði.
„Mótin á Hellu hafa alltaf verið mjög fjölmenn. Það er óútskýrt af hverju það kom ekki fleiri en 10 þúsund manns á móti í Reykjavík sem var frábært í alla staði. Eini ljóðurinn á því móti var að það komu of fáir. Þeir sem mættu voru þó mjög ánægðir með mótshaldið um umgjörðin var frábær.“

Sigurður segir að verið geti að mótshald í þéttbýlinu laði ekki eins marga að þar sem útilegustemmingin verði ekki eins mikil. Það hafi samt marga kosti að halda mótið í Reykjavík. Hann segir að ekki hafi skort á að menn riðu út á kvöldin mótsdagana og sér hafi sýnst vera meira um það í Reykjavík en á öðrum mótum.

Búið að ganga frá samningum um gott veður

– Nú gerði mikið rok á mótinu 2008, en ert þú búin að ganga frá samningum um gott veður á Hellu mótsdagana að þessu sinni?
„Já, ég held að það sé allt frá gengið. Maður hefur verið á bæn til að biðja um gott veður. Gamlir karlar í sveitinni á Suðurlandi, sem kunna að lesa í náttúruna, segja að það verði gott veður. Það er alveg hægt að trúa þeim, allavega þar til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður mótsstjóri. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f