Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Húnaþing vestra og Dalabyggð þreifa á sameiningarvilja.
Húnaþing vestra og Dalabyggð þreifa á sameiningarvilja.
Mynd / Bbl
Fréttir 3. febrúar 2025

Sameining til skoðunar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Könnunarviðræður um hugsanlega sameiningu eru að fara í gang milli Dalabyggðar og Húnaþings vestra.

Um miðjan desember sl. samþykktu sveitarstjórn Húnaþings vestra og Dalabyggðar að skipa fulltrúa í verkefnishóp til að skoða fýsileika formlegra viðræðna milli sveitarfélaganna um sameiningu. Hópurinn á að skila niðurstöðum fyrir 30. apríl nk.

Markmið hópsins er að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Viðræðurnar munu m.a. fela í sér mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipulagi og starfsemi og mat á væntum breytingum við mögulega sameiningu. Verkefnishópnum er falið að leita eftir sjónarmiðum íbúa í ferlinu.

Á næsta ári, 2026, er gert ráð fyrir að sveitarfélög telji minnst 1.000 íbúa. Í Húnaþingi vestra búa nú um 1.260 manns og í Dalabyggð 660. Haustið 2024 voru sveitarfélög 62 talsins en voru flest 229 talsins árið 1950. Miðað við núverandi íbúatölur allra sveitarfélaga má gera ráð fyrir að vel á þriðja tug sveitarfélaga þurfi að hugsa sinn gang í sameiningarmálum hvað líður.

Árétta bæði sveitarfélög að í óformlegum sameiningarviðræðum felist engin skuldbinding af þeirra hálfu. Reiknað er með að ef farið verði í formlegar viðræður gætu þær hafist næsta haust og íbúakosning færi þá fram snemma á næsta ári. Kosið yrði í sameinuðu sveitarfélagi samhliða sveitarstjórnarkosningum 2026.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...