Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sameining talin líkleg
Fréttir 19. júlí 2023

Sameining talin líkleg

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Efnt verður til atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar um mögulega sameiningu þeirra.

Skal atkvæðagreiðslunni vera lokið 28. október í ár. Telja forsvarsmenn beggja sveitarfélaga að sameining væri framfaraskref fyrir báða aðila. Samstarfsnefnd, skipaðri af báðum sveitarstjórnum, hefur verið falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Málið hefur verið til umræðu og skoðunar í nokkurn tíma og unnu sjö starfshópar nefndarinnar greiningu og tillögugerð í einstökum málaflokkum.

Sveitarfélögin hafa í sameiningu skorað á stjórnvöld að hefja nú þegar undirbúning við gerð jarðganga um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd, enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna.

Miklu máli skipti að hægt verði að ferðast milli byggðakjarna allt árið um kring til að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna. Lagt er til að hönnun jarðganganna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd þeirra verði á öðrum hluta hennar.

Sveitarfélagið Vesturbyggð nær yfir alla suðurfirði Vestfjarða, frá Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. Það varð til 11. júní 1994 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldudalshrepps og Patrekshrepps. Sameiningartillagan var felld í kosningum á Tálknafirði og eru nú tvö sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Þéttbýlið á Tálknafirði ber samnefnt heiti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...