Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun
Fréttir 8. júní 2015

Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað starfshóp til að skoða sameiningu skógræktarstarfs ríkisins í eina stofnun.

Um er að ræða Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt, sem eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlandsskógar, auk umsjónar Hekluskógaverkefnisins. 

Markmið vinnunnar er m.a. að samræma stjórnsýslu skógræktarmála og gera hana skilvirkari, auka faglega getu og yfirsýn og að efla búsetu á landsbyggðinni, m.a. með því að styrkja starfsstöðvar í héraði.

Er starfshópnum ætlað að greina hver samlegð sameiningar skógræktarstarfs ríkisins yrði og skila í lok ágúst greinargerð um hugsanlegan ávinning og áskoranir. Hópnum er ætlað að hafa náið samráð við Landssamtök skógareigenda og Skógræktarfélag Íslands. Í starfshópnum sitja:
Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, formaður,

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður,

Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Björn Helgi Barkarson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Jón Loftsson, skógræktarstjóri frá Skógrækt ríkisins og

Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, fulltrúi landshlutaverkefna í skógrækt.


Með hópnum starfar Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi auk ritara.

Skylt efni: Skógrækt | Umhverfismál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...