Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samdráttur varð í Svíþjóð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða
Fréttir 19. október 2018

Samdráttur varð í Svíþjóð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Opnun landamæra og niður­fell­ingar á innflutningstollum vegna aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu 1995 varð til þess að markaðshlutdeild innlendrar búvöruframleiðslu minnkaði verulega. Á Íslandi velta menn fyrir sér hvort dómur Hæstaréttar í síðustu viku með afnámi tollverndar á hráu kjöti og ófrosnu kjöti muni hafa svipaðar afleiðingar fyrir íslenska bændur. 
 
Frændur okkar Svíar eru með þeim allra fremstu í bændastétt á heimsvísu þegar kemur að búfjárhaldi. Dýravelferð er þar í hávegum höfð, sænskar reglur um aðbúnað dýra ganga í mörgu mun lengra en almennt gerist innan ESB. Samt hafa sænskar landbúnaðarafurðir verið á undanhaldi í baráttunni við innfluttar vörur.   
 
Erna Bjarnadóttir.
Sýklalyfjanotkun í Svíþjóð er með því lægsta sem þekkist innan Evrópu. Sænskir neytendur eiga því greitt aðgengi að heilnæmum vörum sem framleiddar eru með velferð búfjár í fyrrirúmi. Auðvelt er að finna efni sem sýnir fram á þetta t.d. á  http://www.svensktkott.se.
 
En hver er svo reyndin þegar til kastanna kemur, hefur sænskur landbúnaður haldið markaðs­hlutdeild sinni eða jafnvel aukið hana í ljósi þessarar góðu stöðu? Meðfylgjandi graf sýnir þróun markaðshlutdeildar sænskra búfjár­afurða frá því landið varð aðili að ESB og þar með allir tollar felldir niður gagnvart öðrum löndum á innri markaði ESB.
 
 
Eins og sjá má hefur markaðs­hlutdeild allra búfjárafurða minnkað. Örlítill viðsnúningur hefur náðst seinustu 2–3 ár, eitthvað sem eins má skýra með veikri sænskri krónu fremur en að viðspyrna hafi náðst í markaðsmálum. Það er því von að sú spurning vakni hvort íslenskur landbúnaður sé á leið inn á sænsku brautarteinana með hratt rýrnandi tollvernd og dómi Hæstaréttar frá 11. október sem sleit eitt síðasta hálmstráið í baráttunni gegn innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f