Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil
Mynd / HKr.
Fréttir 5. nóvember 2020

Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Miklar sveiflur voru í sölu á kjöti frá afurðastöðvum í september og nam samdrátturinn þá að meðaltali 5,7%. Á fjórum mánuðum, þ.e. frá júníbyrjun til septemberloka, nam samdrátturinn 9,1% og 4% á tólf mánaða tímabili. Virðist sem COVID19 faraldurinn sé að hafa þarna áhrif. 

Samkvæmt tölum frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu, sem hefur nú umsjón með slíkri gagnasöfnun sem áður var í höndum MAST, nam heildarkjötsalan frá afurðastöðvum í september rúmum 2.489 tonnum. Var þá 3,5% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 25,8% samdráttur í sölu á kindakjöti. Hafa ber í huga að þótt samdrátturinn í kindakjötsölunni hafi verið hlutfallslega mikill í september samsvarar hann ekki nema ríflega 156 tonnum af um 6.600 tonna árssölu. Í öðrum kjöttegundum var aukning í sölu frá afurðastöðvum sem nam 14,7% í hrossakjöti, 9,4% í svínakjöti og 8,7% í nautgripakjöti. 

Samdráttur í allri kjötsölu á 12 mánaða tímabili

Þegar litið er til 12 mánaða tímabils var 4% meðaltalssamdráttur í sölu á öllum kjöttegundum, en heildarsalan þessa 12 mánuði var tæp 27.827 tonn. Mestur var samdrátturinn í sölu á alifuglakjöti, eða um 6,3% og um 5,6% í sölu á kindakjöti. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti, 1% samdráttur í sölu á hrossakjöti og 1% samdráttur í sölu á svínakjöti. 

Minni kjötsala í COVID19 og hruni í komu ferðamanna

Ef horft er til sumartímans, þ.e. júní, júlí, ágúst og september, sést að samdráttur í hlutfallslegri sölu frá afurðastöðvum var þá mun meiri en að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Var samdrátturinn þannig í september 4% og 9,1% á síðasta ársfjórðungi. Virðist þetta vera í samræmi við þá þróun sem hefur verið í Evrópu í COVID19 faraldrinum. Þar var greinilegur samdráttur í sölu á ýmsum matvörum vegna lokunar veitingastaða. Líklegt má telja að á Íslandi spili auk þess stórt hlutverk í sölusamdrætti á kjöti, hrun í komu ferðamanna til landsins. Nýjustu fréttir frá Noregi herma að vegna lokunar veitingastaða í Evrópu hafi líka orðið samdráttur í sölu á eldislaxi með tilheyrandi verðfalli á afurðum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...