Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samdráttur í kjötframleiðslu á landinu
Í deiglunni 18. apríl 2023

Samdráttur í kjötframleiðslu á landinu

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Á síðasta ári var markaðshlutdeild erlends kjöts rúm 16% og jókst hún um þrjú prósentustig frá árinu á undan, sem er næstmesta aukning markaðshlutdeildar untdanfarinn áratug.

Í umræðu um stöðu innlendrar framleiðslu og samkeppni frá innflutningi hefur oft verið rætt um erfiðleika íslenskra frumframleiðenda til að svara síbreytilegri eftirspurn tengda auknum íbúafjölda og ferðamanna. Er það talið vera ein af meginforsendum síaukins innflutnings. Er það vissulega rétt að kjötframleiðsla á sér yfirleitt langan aðdraganda og erfitt er að auka framleiðslu á augabragði. Raunin er hins vegar orðin sú að íslensk framleiðsla kjöts er ekki aðeins að dala miðað við fólksfjölgun heldur er hún farin að minnka í heild sinni. Árið 2022, árið sem ferðamannafjöldinn kom til baka af fullu afli eftir heimsfaraldur, lækkaði heildarframleiðslumagn íslensks kjöts um rúm 620 tonn. Mestu munaði þar um áframhaldandi samdrátt á lambakjöti.

Markaðsumhverfi íslenskra matvælaframleiðenda skorðast ekki aðeins við hraða framleiðslunnar heldur einnig við hátt kostnaðarverð sem ekki verður flúið þegar hún fer fram á landi með jafn mikil lífsgæði og raun er á Íslandi. Erfitt er fyrir íslensk fyrirtæki að keppa við erlend stórfyrirtæki um framleiðslu sem oft er talin einsleit af neytendum og ódýrasti kostur oftast valinn. Nú virðist vera kominn ákveðinn vendipunktur í kjötframleiðslu á landinu. Innflutningur er því ekki aðeins að mæta íbúafjölgun og ferðamannastraumi heldur er farinn að kroppa í íslenska framboðið. Á því verði sem býðst á markaðnum núna hefur vægi tollverndarinnar dvínað, samkeppnin harðnað og spurning um hver næstu skref verða.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...