Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015
Fréttir 23. febrúar 2015

Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Móðurfélagið Deere & Co í Bandaríkjunum, sem er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum og framleiðir m.a. John Deere-dráttarvélarnar, spáir samdrætti í tækjasölu á árinu 2015. 

Er samdráttarspáin byggð á lækkandi verði á korni sem hefur fallið um 50% og sojabaunum sem fallið hafa í verði um 40%. Er því spáð að meðaltekjur bænda í Bandaríkjunum dragist saman um 14% á milli ára.

Samkvæmt frétt Bloomberg Business spáir samsteypan nú að nettó tekjur verði 1,19 milljarðar dollara sem er talsvert undir þeim 2,19 milljörðum dollara sem er meðaltal í spám 20 sérfræðinga fyrir Bloomberg. Leiddi nýja spáin strax til 3,9% verðfalls hlutabréfa í Deer & Co.

Mestum samdrætti spáð í sölu stórra dráttavéla

Er þar einkum tekið til sölu á stórum og fullkomnum landbúnaðartækjum, eins og 300 hestafla Deere 8R sem er m.a. með sjálfstýringu sem byggir á gervihnattaleiðsögukerfi. Hefur Deere & Co þegar dregið úr afkastagetu sinni og sagt upp hundruðum starfsmanna. Reiknar fyrirtækið með að salan dragist saman um 15% á yfirstandandi ári.  

John Deere söluhæsta tegundin í Bretlandi á annan áratug

Þess má geta að John Deere hefur um 15 ára skeið verið söluhæsta dráttarvélartegundin í Bretlandi og lengst af með um og yfir 30% markaðshlutdeild. Á hæla John Deer hefur komið New Holland og Massey Fergusson hefur verið að fikra sig upp í þriðja sætið þar sem Case IH hefur líka verið mjög öflugt merki. Er þetta gjörólíkt því sem verið hefur á íslenska markaðnum þar sem John Deere-nafnið er sjaldséð í sölutölum en Massey Fergusson söluhæsta tegundin. Á eftir þessum risum á breska markaðnum koma Claas, Kubota, Valtra, Deutz-Fahr, McCormick, Landini og JCB.

Þótt landbúnaðartækjaframleiðsla Deere & Co sé að dragast saman, þá er staðan ekki alvond fyrir samstæðuna á öðrum sviðum. Þannig fer salan á tækjum fyrir byggingageirann vaxandi í takt við batnandi efnahagsástand í Bandaríkjunum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...