Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samantekt á uppskeru og áburðargjöf
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 21. mars 2018

Samantekt á uppskeru og áburðargjöf

Höfundur: Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML
Undanfarin fjögur ár hefur RML boðið bændum að taka þátt í ráðgjafarpakka sem kallaður er Sprotinn. Markmiðið með honum er að ná vel utan um alla jarðræktina á búinu með skráningum m.a. á því sem er ræktað, borið á og uppskorið og einnig eftir því sem þurfa þykir, sýnatöku á jarðvegi til að greina það sem hugsanlega má bæta. Ráðgjöfinni lýkur síðan alltaf á að unnin er áburðaráætlun þar sem gögn úr skýrsluhaldinu og niðurstöður hey- og jarðvegssýna eru höfð til stuðnings. 
 
Meðal þess sem haldið er til haga eru upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru í Jörð.is og út frá þeim upplýsingum er unnin skýrsla þar sem spildur á búinu eru bornar saman. Slíkur samanburður gefur þeim sem til þekkja, möguleika á að greina hvort það kunni að vera ástæða til að skoða hvort ræktunarskilyrðum einhverra túna sé ábótavant og einnig hvort uppskeran sé í samræmi við það áburðarmagn sem borið var á.
 
Meðal þess sem er reiknað út í skýrslunni er kostnaður í ábornu N, P og K á hvert þurrefniskíló í uppskeru og á fóðureiningar. Í þeim útreikningi eru áætluð nýtanleg áburðarefni í búfjáráburði reiknuð til jafns við áburðarefni í tilbúnum áburði. Áhugavert er síðan að bera saman niðurstöður „Sprotabændanna“ en þeir hafa fengið slíkan samanburð sendan. Rétt er að hafa í huga að svona samanburður takmarkast af mörgum þáttum og til dæmis er ekki tekið tillit til beitar og uppskerutíma. 
 
 
Verðmæti áburðarefnanna var reiknað út frá lægsta áburðarverði ársins 2017 samkvæmt verðskrám áburðarsalanna. Flutningskostnaði og viðskiptakjörum var haldið utan við og einnig var ekki tekið tillit til eðlis- og efnafræðilegra eiginleika áburðarins. Einnig verður að hafa fyrirvara á útreikningum þar sem munur getur verið á aukaefnum. Verðmæti köfnunarefnis reiknaðist 162 kr/kg, fosfórs er 218 kr/kg og kalís er 117 kr/kg. Talsverður breytileiki var á áburðargjöf og uppskeru á milli búa en að meðaltali kostaði kíló þurrefnis í uppskerunni 7 krónur í áburði en breytileikinn var frá 3 kr. og upp í 12,4 kr. Niðurstöðurnar gefa til kynna að víða sé hægt að ná fram hagræðingu í notkun áburðar. Það er þó einnig ljóst að skráning skýrsluhalds í jarðrækt þarf almennt að batna til að samantekt sem þessi gefi sem gleggsta mynd af þessum þætti í kostnaði við gróffóðuröflun.
 
 
 Góð nýting búfjáráburðar er mikilvæg og þarf að skoðast í samhengi við heildar áburðarkostnað uppskerunnar. Þar sem verðmæti áburðarefna í búfjáráburði eru metin til jafns við áburðarefni í tilbúnum áburði getur sá sem e.t.v. nýtir búfjáráburðinn illa, komið vel út úr greiningu á áburðarkostnaði á uppskerunni. Þetta og fleira þarf því að skoðast í stærra samhengi. Það eru því þeir sem eru með hátt hlutfall áburðar úr búfjáráburði og með lágan heildaráburðarkostnað á kíló þurrefnis sem koma best út úr þessari greiningarvinnu. 
 
Rétt er að nefna að allir bændur sem hafa skráð bæði áburðargjöf og uppskeru geta fengið svona yfirlit hjá RML.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...