Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svín í eldi.
Svín í eldi.
Mynd / ghp
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á svínasláturhús á Suðvesturlandi. Sektirnar nema samtals 450.000 krónum.

Þann 1. mars tilkynnti MAST að það hafi lagt 160.000 kr. stjórnvaldssekt á sláturhús á Suðvesturlandi vegna þess að fótbrotinn grís lá yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað.

„Grísinn mun hafa fótbrotnað í flutningi til sláturhússins. Samkvæmt reglum hefði átt að slátra honum strax við móttöku,“ segir í tilkynningu MAST.

Einnig er sagt frá því í sömu tilkynningu að sláturhús á Suðvesturlandi hafi brotið dýravelferðarlög þegar grís var vegna mistaka ekki sviptur meðvitund fyrir aflífun. Stjórnvaldssekt sú nam 145.000 krónum. Í apríl tilkynnti svo MAST að í mars hafi sláturhús á Suðvesturlandi verið sektað um 145.000 kr. vegna fráviks við aflífun á grís.

Fjögur sláturhús slátra svínum á Íslandi. Það eru B. Jensen og Norðlenska á Akureyri, Stjörnugrís á Kjalarnesi og SS á Selfossi. Sláturhús Stjörnugríss á Kjalarnesi er það eina sem tilheyrir Suðvesturumdæmi samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Skylt efni: stjórnvaldssekt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...