Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Salmonella hefur núna greinst á tveimur kúabúum á Norðurlandi. Bændurnir á Kvíabóli mega ekki kaupa nautgripi fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.
Salmonella hefur núna greinst á tveimur kúabúum á Norðurlandi. Bændurnir á Kvíabóli mega ekki kaupa nautgripi fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.
Mynd / ál
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á kúabúinu Kvíabóli í Köldukinn í Þingeyjarsveit.

Um er að ræða annað kúabúið á skömmum tíma þar sem salmonellusmit hefur verið staðfest, en í byrjun júni greindist sjúkdómurinn í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit. Á milli bæjanna er rúmlega sextíu kílómetra akstursfjarlægð og er talið líklegt að smitið hafi borist á Kvíaból með kálfum sem keyptir voru úr Fellshlíð í vor.

Fósturlát og skita

„Í framhaldi af því að kálfarnir komu hingað urðu þrjú fósturlát á skömmum tíma,“ segir Haukur Marteinsson, bóndi á Kvíabóli. „Svo kom smá skita hjá kvígum og geldum kúm úr sama hópi, sem við pældum ekki mikið í þar sem veiruskita hefur verið að ganga hérna á Norðurlandi. Við hugsuðum ekki meira um þetta fyrr en þeir hjá MAST hringdu og fóru að spyrja út í möguleg einkenni hjá okkur. Þau sögðu strax að fósturlátin og skitan gætu bent til salmonellu og komu í sýnatöku.

Fyrst var allt neikvætt, meira að segja úr kálfunum úr Fellshlíð. Svo komu þeir aftur og tóku fimmtíu sýni og kom jákvæð greining úr fimmtán geldkúm í afmörkuðum hópi. Það er ekkert staðfest hvernig salmonellan barst hingað, en það eru yfirgnæfandi líkur á hún hafi komið með kálfunum úr Fellshlíð.“

Sjá fram á tekjutap

Að auki við mjólkurframleiðslu er talsverð nautakjötsframleiðsla á Kvíabóli og stendur hún undir fjörutíu prósent veltunnar. „Vandamálið hjá okkur er að við stólum að miklu leyti á að kaupa smákálfa af öðrum bæjum,“ segir Haukur, en vegna dýraverndarsjónarmiða mega bændurnir á Kvíabóli ekki kaupa dýr fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.

„Það verður sýnataka á mánaðarfresti og við þurfum að fá tvær neikvæðar sýnatökur í röð. Ef við lendum í því að það greinist eitt jákvætt sýni bætast alltaf við tveir mánuðir,“ segir Haukur. Takmörkunum getur því verið aflétt í fyrsta lagi í lok ágúst.

Nautin eru alin í tuttugu mánuði og ef þau geta ekki keypt kálfa í lengri tíma segist Haukur sjá fram á tekjutap. „Við höfum þá engin naut til að slátra, nema þau sem fæðast hérna heima,“ segir hann, en að jafnaði senda þau sex til tólf naut í sláturhús í hverjum mánuði.

„Rökin fyrir þessu, sem eru eðlileg af hálfu MAST, eru að við megum ekki flytja heilbrigða gripi inn í salmonellusýkt fjós. Við erum hins vegar mjög hugsi yfir tryggingavernd bænda, því núna erum við með rekstrarstöðvun á nautakjöts-hlutanum, en tapið kemur ekki fram fyrr en eftir tuttugu mánuði.“

Mjólkin skaðlaus

Eins og kom fram í síðasta Bændablaði er ekki hættulegt að drekka gerilsneydda mjólk frá salmonellusýktu kúabúi. Þá eru tekin sýni af öllum gripum sem fara í sláturhús undir eftirliti MAST.

Skylt efni: salmonella

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f