Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Salka Valka-húfan
Hannyrðahornið 29. nóvember 2022

Salka Valka-húfan

Höfundur: Maja Siska

Grunnuppskrift fyrir húfu úr Huldubandi frá www. uppspuni.is, líka kjörin til þess að nýta afganga.

Stærð: M-L (ummál 55-58 cm)/ XL .

Prjónar: 3,5 mm og 4,5 mm – styttri hring- eða sokkaprjónar fyrir minna ummál, eða 80 cm hringprjónar (notað með töfralykkjuaðferð).

Prjónfesta: 18 L/10 cm slétt prjón.

Garn: u.þ.b. 75 gr. (Hulduband, tvíband, 50 gr/100 m).

Stækka eða minnka húfuna: Lykkjufjöldi í stroffinu deilist með 4, aukið út eftir stroffið svo lykkjufjöldinn deilist með 8.

Fitjið upp á minni prjóna 88/92 L (lykkjur) með mynsturlit, tengið í hring, setjið merki, skiptið yfir á aðallit og prjónið stroff 2L sl, 2L br, þar til stroffið mælist 6 cm.

Skiptið yfir á stærri prjóna og prjónið slétt: Aukið út um 8/4L í næsta umf.: 96L. Prjónið 1 umf. til viðbótar. Prjóna eftir litamynsturteikningu.

Prj. svo 2 umf. aukalega í aðallit.

Úrtaka: það getur hjálpað að setja merki fyrir framan hverja úrtöku.

1.umf: *prjónið 6L sléttar, prjónið 2L saman* út umferðina.

2.umf: *prj. 5L, prj. 2L sam.* út umferðina. 3.umf: * prj. 4L, prj. 2L sam.* út umferðina. 4.umf: * prj. 3L, prj. 2L sam.* út umferðina. 5.umf: * prj. 2L, prj. 2L sam.* út umferðina. 6.umf: * prj. 1L, prj. 2L sam.* út umferðina. 7.umf: * prj. 2L sam.* út umferðina.

Slítið bandið frá 15 cm frá síðustu lykkju og dragið endann í gegnum lykkjurnar. Gangið frá öllum endum. Pressið húfuna í form og notið með stolti og ánægju!

©Maja Siska ravelry: majasiska Facebook: Icelandisfullofwool www.skinnhufa.is

Skylt efni: húfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...