Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Salatvefjur fyrir hugaða matgæðinga
Matarkrókurinn 7. nóvember 2014

Salatvefjur fyrir hugaða matgæðinga

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Kál- eða salatvefjur eru í uppáhaldi hjá mér og ekki að ástæðulausu. Þær eru auðveldar í matreiðslu, hollar og gaman að borða.

Ef þú vilt prófa ótrúlega einfalda uppskrift er hægt að gera klassískt salatmeðlæti að eigin vali sem er svo  sett í salatblaðið og rúllað upp eða fyllt stökkt salat með ýmsum fyllingum.

Einföld salatvefja

Hráefni:

  • 8 stór stökk salatblöð eða grænkálsblöð
  • 1 rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 150 g kjúklingabringa (elduð)
  • 2 matskeiðar ólífuolía
  • salt
  • nýmalaður pipar
  • ögn af Cayenne pipar 
  • 1 msk. sítrónusafi

Aðferð

Þvoið salatið og skerið laukinn í þunnar ræmur. Takið  paprikuna og skerið í tvennt, fræhreinsið hana og skerið í litla teninga eða saxið gróft (allt eftir smekk). Kjúklingabringuna er best að skera í litla bita. Kryddið svo kjötið og blandið við grænmetið. Kreistið sítrónusafa yfir. Raðið meðlætinu á salatlauf eða grænkál og hver bjargar sér sjálfur.

Salatvefja með kóreskri steikarfyllingu

Hráefni:

  • 1 stk. nautasirloinsteik
  • 1 meðalstór rauðlaukur
  • 2 stk. hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
  • 1–2 tsk. ferskur engifer, fínt saxað
  • 4 msk. soja sósa
  • 2 og ½ msk. púðursykur
  • 2 matskeiðar mirin (sem er asísk hrísgrjónasósa) má sleppa
  • 1 tsk. ristuð sesamolía
  • 1 msk. matarolía
  • 2 stk. vorlaukur, saxaðir
  • sesamfræ
  • 1 höfuð icebergsalat eða kínakál
  • Súrsaðar gulrætur
 

Hráefni:

  • 200 g rifnar gulrætur
  • 100 ml vatn
  • 2 msk edik
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • 2 msk. sykur
  • 1 tsk. salt

Aðferð

Gott er að setja steikina í frysti í um 10–15 mínútur áður en hún er skorin í þunnar sneiðar. Blandið saman hvítlauk, engifer, sojasósu, púðursykri, mirin og sesamolíu. Látið kjötið marinerast í að minnsta kosti 2 klst.

Fjarlægið steik úr kæli u.þ.b. 20–30 mínútum áður en það á að elda kjötið. Hitið olíu í pönnu yfir miðlungshita. Þegar pannan er  heit, bætið steik og vorlauk í og eldið í um 4–5 mínútur. Bætið í sesamfræjum.

Berið fram á icebergsalati og súrsuðum gulrótum, muldum hnetum eða maíssnakki.

Aðferð: sýrðar gulrætur

Hitið vatn í litlum potti yfir miðlungshita, bætið ediki, hvítlauk, salti og sykri út í. Fjarlægja úr hita og hellið yfir rifnar gulrætur. Kælið í krukku. Gulræturnar munu endast í nokkrar vikur.

 

Gómsætar gellur á stökku salatblaði

Fyrir 3–4

Hráefni:

  • 300 g ferskar gellur
  • 2 msk. steinselja, söxuð smátt
  • ½ meðalstór gulrót
  • ¼ stk. paprika, rauð
  • ¼ stk. paprika, gul
  • estragon á hnífsoddi

Aðferð

Veltið gellunum upp úr hveiti og steikið upp úr smjöri.

Kryddið með salti og pipar og estragon. Fínsaxið grænmetið og steikið í örlitla stund. Framreiðið með meðlæti að eigin vali ofan á stökkt salatblað.

 

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...