Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sala og dreifing á olíu til bænda
Lesendarýni 4. apríl 2016

Sala og dreifing á olíu til bænda

Höfundur: Sigurður Orri Jónsson
Eldsneytisverð skiptir okkur öll máli, hvar svo sem við búum. Við verðmyndun eldsneytis er tekið tillit til ótalmargra þátta, eins og flestum er ljóst. Þar má nefna birgðahald olíufélaganna, dreifingu eldsneytis til kaupenda, auk kostnaðar við vinnslu þess og flutning til landsins að ógleymdum sköttum og öðrum gjöldum til hins opinbera.
 
Sigurður Orri Jónsson.
Kostnaður við dreifingu eldsneytis hérlendis er töluverður, sérstaklega um hinar dreifðu byggðir landsins og þar sem fjarlægð frá birgðastöðum olíufélaganna skiptir miklu máli. Þennan kostnað má lækka með hagræðingaraðgerðum og breyttu verklagi olíufélaganna en til þessa hefur skort á vilja til þess.
 
Á nokkrum svæðum á landsbyggðinni er markaðshlutdeild Skeljungs frekar lítil en kostnaðurinn við að þjóna viðskiptavinunum umtalsverður. Áðurnefnd fjarlægð frá birgðastöðum er þar mikilvægur þáttur enda kostnaðarsamt að flytja tiltölulega lítið magn af eldsneyti um langan veg til að fylla á olíutanka bænda. Þetta á einkum við um viðskiptavini félagsins á þremur svæðum landsins, bændur í Norðurþingi, Öræfasveit og Húnavatnssýslum.
 
Við hjá Skeljungi höfum í nokkurn tíma leitað leiða til þess að breyta verklagi og lækka dreifingarkostnaðinn. Það er illmögulegt til lengdar fyrir félagið að bera þann kostnað sem óneitanlega fylgir því að halda uppi óbreyttri þjónustu sem fellst í því að aka, jafnvel hundruð kílómetra, til þess að fylla á einn olíutank. 
 
Skeljungur hefur hvorki viljað skerða þjónustuna við þessa viðskiptavini sína né innleiða afgreiðslugjöld af einhverju tagi. Eina raunhæfa leiðin til að ná hagræðingu í dreifingunni og viðhalda sama þjónustustigi við bændur á þessum svæðum er að leita til þriðja aðila um dreifingu olíunnar. Við höfum óskað eftir því að kaupa þjónustu Olíudreifingar ehf. og fela fyrirtækinu að dreifa olíu til þessa viðskiptavina okkar. Ekkert svar hefur borist frá Olíudreifingu þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar.
 
Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Samkvæmt þessari skilgreiningu er sérkennilegt að fyrirtækið sjái ekki ástæðu til þess að svara erindum Skeljungs. Ef til vill skiptir eignarhaldið máli í þessu sambandi en Olíudreifing er í eigu N1 og Olís. Því er ekki úr vegi að vitna í frumniðurstöður markaðsrannsóknar Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum sem kynntar voru á dögunum. Þar er meðal annars bent á að vísbendingar séu um að fe´lo¨g hafi ny´tt se´r birgðary´mi a´ tilteknum sto¨ðum til þess að hindra innkomu keppinauta. 
 
Það er hægt að hagræða töluvert á eldsneytismarkaðnum með breyttum áherslum hvað birgðahald og dreifingu varðar. En miðað við óbreytt ástand sér Skeljungur ekki fram á annað en að hætta olíudreifingu heim til bænda í Norðurþingi, Öræfasveit og Húnavatnssýslum. Þeim hefur þegar verið tilkynnt um þessa ákvörðun.
 
Sigurður Orri Jónsson,
framkvæmdastjóri
fyrirtækjasviðs Skeljungs.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...