Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matís stóð að slátruninni heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði, samkvæmt hugmyndum um örslátrun.
Matís stóð að slátruninni heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði, samkvæmt hugmyndum um örslátrun.
Mynd / Matís
Fréttir 16. nóvember 2018

Sala forstjóra Matís á heimaslátruðu kjöti hefur verið kærð

Höfundur: smh

Frá því var greint í byrjun október að Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefði selt lambakjöt af heimaslátruðu á bændamarkaði á Hofsósi 30. september – en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir. Nú hefur Matvælastofnun óskað eftir rannsókn lögreglu á þessari markaðssetningu.

Samkvæmt fyrrgreindum lögum má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. Brotið felst því í að sauðfé var tekið til slátrunar utan sláturhúss og afurðirnar af því settar á markað án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við lög.

Sveinn sagði í viðtali við Bændablaðið í byrjun október að tilgangur uppátækisins hafi verið margþættur; í fyrsta lagi hafi Matís látið reyna á hvort hægt væri að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi við tillögur þeirra um fyrirkomulag á svokallaðri örslátrun. Þá vildi Matís benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat, við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi. Einnig að benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur og um leið prófa Matarlandslagið.is sem vettvang til að stuðla að beinum viðskiptum á milli bænda og neytenda.

Með uppátækinu hafi einnig falist „óformleg könnun á áhuga neytenda á lambakjöti sem slátrað er hjá bónda. „Þó ekki sé hægt að segja að um eiginlega markaðsrannsókn sé að ræða þori ég að fullyrða, eftir viðtökur þeirra sem komu á matarmarkaðinn í gær [sunnudag], að það er mikill áhugi á því að kaupa örslátrað kjöt beint af bónda,“ sagði Sveinn í viðtali við Bændablaðið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f