Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Mynd / smh
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bárust 136 umsóknir um kaup á greiðslumarki, á samtals 35.638 ærgildum.

Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum. Innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára og er 10.531 kr. á ærgildi. Sama verð gildir fyrir kaup og sölu. Á sama tíma á síðasta ári bárust 226 umsóknir um kaup og 22 umsóknir um sölu. Þá var innlausnarverðið 11.004 kr. á ærgildið.

Úthlutað er samkvæmt forgangsreglum um opinberan stuðning við sauðfjárrækt. Í þeim segir að framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 100% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra.

Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til framleiðenda í forgangshópi skal boðið öðrum umsækjendum.

Af 136 umsækjendum alls töldust 106 til forgangshóps og 30 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann til forgangshóps.

Við endurskoðun á búvörusamningum árið 2019 var sett inn ákvæði í sauðfjársamninginn um innlausnarmarkaðinn til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar.

Í reglugerð segir að handhafi greiðslumarks geti óskað eftir innlausn á greiðslumarki. Innlausnarverð er núvirt andvirði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára. Bjóða skal til sölu það greiðslumark sem er innleyst á innlausnarverði. Miðað er við stýrivexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...