Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2016

Sagan, sérstaðan og ósvikin matarupplifun

Höfundur: smh
Fimmtudaginn 19. maí var efnt til ráðstefnu undir yfirskriftinni Matur er mikils virði.
 
Það var samstarfsvettvangur um Matvæla­landið Ísland sem stóð að ráðstefnuhaldinu. Innan vébanda þess vettvangs eru Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 
 
Ráðstefnan var haldin í Silfurbergi og var vel sótt, en ráðstefnustjóri var Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. 
 
Aðalumfjöllunarefnið var framtíð matvælaframleiðslu og markaðssetning með tilliti til aukinnar verðmætasköpunar. Fjögur erindi voru flutt og fimm reynslusögur sagðar.
 
Gísli með hangikjötsflögurnar.
 
Ráðstefnan hófst með ljúffengum og nýstárlegum smáréttum úr smiðjum Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirkokks í Hörpu, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, eiganda Slippsins í Vestmannaeyjum og Matar og drykkjar í Reykjavík.
 
Gísli bauð upp á harðfiskflögur með brenndu smjöri og söl, beltisþaraflögur og loðnuhrogn og hangikjötsflögur með súrmjólk og múskat.  
 
Flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Bjarni bauð upp á plokkfisk í heimalöguðu skyrbrauði með brenndu mjólkurdufti, hrossatartar á súrdeigsrúgbrauði með sinnepsfræjum og krydduðu majónesi, humarpylsur í brauði og loks flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Sjá nánari umfjallanir um nokkur erindi ráðstefnunnar, sem birtust í Bændablaðinu, í meðfylgjandi pdf-skjali:
 
 
 
Myndbandsupptökur af ráðstefnunni:
 
 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...