Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Saga Þorsteins Björnssonar
Líf og starf 21. október 2025

Saga Þorsteins Björnssonar

Höfundur: Þröstur Helgason

Bóhem úr Bæjarsveit er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er þriðja í ritröð sem nefnd er „Sagnaþættir úr Borgarfirði“.

Í henni er tekin saman saga eftirtektarverðs einstaklings úr samfélagi Borgarfjarðar og Reykjavíkur í upphafi tuttugustu aldar. Þorsteinn Björnsson, guðfræðingur, skáld og rithöfundur, kenndi sig ávallt við fæðingarstað sinn, Bæ í Borgarfirði. Hann var ákaflega sérstæður maður sem margar sögur eru til af.

Þorsteinn var sérstakur í háttum og kaus að lifa ekki hefðbundnu borgaralífi heldur fremur sem bóhem. Hann átti lengi heimili í Bæ en taldi fyrir neðan virðingu sína að vinna hefðbundin sveitastörf. Hann bjó einnig í Reykjavík við misjafnan kost, í áratug í Kanada og Bandaríkjunum og í nokkur ár í Þýskalandi en þangað hafði hann verið kostaður af vinum til að leita að auðugri stríðsekkju til að sjá fyrir honum. Síðustu árin var hann mikið á flakki á milli frændfólks og vina í Borgarfirði. Hann lést á bæ einum og spunnust af andlátinu ýmsar sögur, eins og af öllu því sem hann tók sér fyrir hendur í lifanda lífi.

Bókin er í kiljuformi, 256 blaðsíður að stærð og er prýdd fjölda ljósmynda, meðal annars sögulegra. Við sögu koma 329 menn og konur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...