Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um 100 ára gömul mynd af Klængshólsrétt, inni í Skíðadal.
Um 100 ára gömul mynd af Klængshólsrétt, inni í Skíðadal.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 29. maí 2024

Saga rétta og gangna skrásett

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í undirbúningi er ritun sögu rétta og gangna í Dalvíkurbyggð síðustu 100 ára.

Jón Þórarinsson á Hnjúki hafði forgöngu um verkefnið og segir hann að hugmyndin sé í raun að bjarga menningarverðmætum með ritun þessarar sögu.

Hann segir að fjöldi rétta á því svæði sem sveitarfélagið nær yfir hafi ekki verið undir 50 árið 1950 þá sé ótalið kvíar, sel og stekkir.

„Núna eru þær fimmtán sem eftir eru. En við viljum fá upplýsingar um allar réttir sem hafa einhvern tímann verið notaðar og myndefni líka. Ætlunin er að gera þessu öllu eins nákvæm skil og hægt er í væntanlegu riti.

Í Dalvíkurbyggð eru þrjár fjallskiladeildir sem haldist hafa óbreyttar frá sameiningu sveitarfélaganna 1998, það er Dalvíkur, Svarfaðardals og Árskógsstrandar,“ segir Jón.

Í ritnefnd með honum eru Daníel Hansen, sem mun skrifa bókina, Vignir Sveinsson frá Þverá og Sveinn Jónsson.

Ritnefndin; Jón Þórarinsson á Hnjúki, Daníel Hansen, sem mun skrifa bókina, Vignir Sveinsson frá Þverá og Sveinn JónssonfráKálfsskinni. Mynd/Albert–DBblaðiðíDalvíkurbyggð.

Skylt efni: Dalvíkurbyggð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f