Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ísbjörn á gangi í Kaktovik, Alaska.
Ísbjörn á gangi í Kaktovik, Alaska.
Mynd / Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson
Fréttir 10. ágúst 2020

Safnar frásögnum um ísbirni

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ísbjarnasögur er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. 
 
Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni, Ís­birnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna.
 
Tengsl dýra, fólks og umhverfis
 
Kristinn Schram þjóðfræðingur, sem vinnur að verkefninu ásamt fleirum, segir að með því að safna minningum fólks fáist innsýn í líf þess og reynslu. 
 
„Það er mikilvægt að fá innsýn í reynslu þeirra sem með einhverjum hætti lifa í návist hvítabjarnarins. Sú þekking á að nokkru leyti rætur aftur í aldir með sagnaarfi sem ríkur er af bjarndýrum sem tignargjöfum og andvaragestum. Oft vísa þessar sögur til óljósra marka bjarna og manna og þá ekki síst berserkja. Samtímafrásagnir geta líka varpað ljósi á fjölþætt tengsl dýra, fólks og umhverfis á tímum loftslagshlýnunar, bráðnandi íss og hækkandi sjávarmáls.“
 
Ísbirnir á villigötum
 
Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni, Ísbirnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís og leitt af myndlistarfólkinu Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson í samstarfi við Kristin og Æsu Sigur­jóns­dóttur listfræðing.  
 
„Auk þjóðfræðilegra rannsókna er unnið út frá sjónarhorni samtímalista og listfræði,“ segir Kristinn, „þannig að í verkefninu verða mörk fólks og dýra, menningar og raunveruleika skoðuð, ásamt samverkandi áhrifum loftslagsbreytinga á fólksflutninga og umhverfisrof sem því miður færist í aukana.“
 
Frásagnir varðveittar til framtíðar
 
Spurningaskránni er svarað á vefsíðu menningarsögulega gagnasafnsins Sarpur, www.sarpur.is.
Þær frásagnir sem berast verða varðveittar um ókominn tíma og gerðar öllum aðgengilegar, nema annað sé tekið fram. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Skylt efni: hvítabirnir | ísbirnir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...