Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Micropia er forvitnilegt almenningssafn, rannsókna- og kennslustofnun, tileinkuð örverum og örverufræði, í miðborg Amsterdam.
Micropia er forvitnilegt almenningssafn, rannsókna- og kennslustofnun, tileinkuð örverum og örverufræði, í miðborg Amsterdam.
Mynd / Micropia
Utan úr heimi 6. maí 2024

Safn örveranna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Amsterdam í Hollandi má finna eina örverusafn heims sem opið er almenningi og sýnir veröld hins smásæja örverulífs.

Safnið, Micropia, var opnað árið 2014 og er í miðborginni, skammt frá einum elsta grasagarði heims, Hortus Botanicus, sem stofnaður var 1638. Örverur eru örsmáar lífverur, m.a. bakteríur, sumir sveppir, þörungar og veirur, sem eru ósýnilegar berum augum. Þær eru alls staðar í umhverfi okkar, jarðvegi, lofti, vatni og á og í líkömum manna og dýra.

Kennslusafn fyrir unga og aldna

Micropia hefur það markmið að auka meðvitund almennings um hinn smásæja heim örveranna og áhrif þeirra á mannlegt líf og umhverfi. Jafnframt er sjálfbærni og umhverfismeðvitund höfð í hávegum og til dæmis dregið fram hið mikilvæga hlutverk sem örverur gegna í vistkerfum, matvælaiðnaði og meðhöndlun úrgangs.

Boðið er upp á ferðalag inn í þennan heim og lögð áhersla á fjölbreytni örvera, hegðun þeirra og tilgang. Safnið er gagnvirkt og geta gestir skoðað og rannsakað örvverur með ýmsum tækjum og tólum, þ.m.t. öflugum smásjám þar sem virða má fyrir sér lifandi örverur. Safnið er miðað að bæði börnum og fullorðnum og veitir kennslu um örverur, m.a. með hjálp kennsluforrits. Er safnið í samstarfi við skóla á ýmsum skólastigum varðandi kennslu örverufræði og heldur úti fyrirlestraröð því tengt.

Fegurð hins smásæja

Safnið er einnig miðstöð fyrir rannsóknir og er í samstarfi við vísindamenn og rannsóknateymi um örverur og notkun þeirra á ýmsum sviðum. Er safnið þannig vettvangur fræðslu, skemmtunar og vísindastarfs og fróðlegt til skoðunar fyrir alla þá sem áhuga hafa á þessum minnstu og öflugustu lífverum jarðar, sem eru aukin heldur oft glettilega fallegar ásýndum.

Þess má geta að árið 1674 uppgötvaði hollenski vísindamaðurinn Antoni van Leeuwenhoek heim örveranna, smíðaði eigin smásjár og varð fyrstur til að lýsa örverum. Micropia er þannig starfrækt í minningu hans.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...