Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Ágúst, stjórnarmaður í Sæunnarsundi, leggur ætíð gjörva hönd á undirbúning og öryggisgæslu og leiðir hann hér þaulvanar Sæunnarsundskonur, Magneu Hilmarsdóttur og Ernu Héðinsdóttur í öruggt skjól eftir sundið yfir fjörðinn.
Jón Ágúst, stjórnarmaður í Sæunnarsundi, leggur ætíð gjörva hönd á undirbúning og öryggisgæslu og leiðir hann hér þaulvanar Sæunnarsundskonur, Magneu Hilmarsdóttur og Ernu Héðinsdóttur í öruggt skjól eftir sundið yfir fjörðinn.
Mynd / bs
Líf og starf 20. ágúst 2024

Sæunn setur öryggið á oddinn

Höfundur: Bryndís Sigurðardóttir

Hefð er fyrir því að synt sé til heiðurs afrekskúnni Sæunni yfir Önundarfjörð í ágúst og árið 2024 er engin undantekning.

Um sundið og Sæunni er ítarlega fjallað í 16. tölublaði Bændablaðsins í fyrra og afrek hennar er þekkt. Í stuttu máli stóð til að slátra kúnni Hörpu í sláturhúsinu á Flateyri í október 1987, það þóttu henni vond tíðindi og óásættanleg, hún lék því á alla, sleit sig lausa og synti sér til lífs þvert yfir Önundarfjörð. Þar var hún tekin í fjós á Kirkjubóli í Valþjófsdal og gegndi hún nafninu Sæunn upp frá því.

Núna verður synt í klauffar hennar þann 31. ágúst og í anda Sæunnar verður fyllsta öryggis gætt og til þess að svo megi verða þarf að leita til björgunarsveita og kajakræðara á svæðinu til að fylgja afreksfólkinu yfir fjörðinn, um það bil 2,5 km og stundum í ólgusjó.

Ívar Kristjánsson, öryggisstjóri og stjórnarmaður í Sæunnarsundi, mundar hér sjónaukann og hefur vökult auga á öryggisgæslu sundsins. Honum á vinstri hönd er Bernharður Guðmundsson frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, sonur Sigríðar og Guðmundar Steinars, sem tóku á móti Sæunni í fjörunni í Valþjófsdal um árið. Bernharður er eins og Ívar í stjórn Sæunnarsunds og forsprakki þessa árlega viðburðar.

Ef skip Landhelgisgæslunnar er á svæðinu renna þau inn fjörðinn og eru til taks ef á þarf að halda.

Guðmundur Skúli Þorgeirsson fær hér stuðning og aðhlynningu eftir sundafrekið hjá björgunarsveitarstúlkunni Sæunni Líf Christophsdóttur en Guðmundur Skúli hefur synt tvisvar í klauffar Sæunnar og farið létt með.

Hólmfríður Bóasdóttir, hótelstóri í Holt Inn, er stolt þegar hún kemur í land, Hrönn ásamt bræðrunum Jóhanni og Jóni Ágústi taka á móti henni en sjóriða hrjáir sundmenn yfirleitt þegar stigið er upp úr sjónum.

Skylt efni: Sæunnarsund

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f