Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sæmundur Sveinsson nýr rektor Lanbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 22. september 2017

Sæmundur Sveinsson nýr rektor Lanbúnaðarháskóla Íslands

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarráðherra, hefur skipað dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands frá og með 1. október næstkomandi – samkvæmt tillögu háskólaráðs. Hann tekur við af Birni Þorsteinssyni.

Í tilkynningu vef LbhÍ kemur fram að á árunum 2010 til 2014 hafi Sæmundur verið aðstoðarkennari við grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada.

Eftir að hann lauk doktorsnámi starfað Sæmundur sem sérfræðingur við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og vann meðal annars við byggrannsóknir í samnorrænu PPP (Public Private Partnership) verkefni, sem snýst um að bera saman norrænar kynbótalínur af byggi og kanna erfðafræðilegan fjölbreytileika þeirra - einkum með tilliti til eiginleika sem hafa áhrif á sjúkdómsþol og flýti.

Hann hefur einnig kennt í Háskóla Íslands, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Landbúnaðarháskólann og setið í erfðanefnd landbúnaðarins fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2015.

Sæmundur útskrifaðist með BS próf frá líffræðideild Háskóla Íslands í júní 2007. Hann lauk mastersprófi frá sömu deild sumarið 2009. Leiðbeinandi Sæmundar á mastersstigi var Dr. Kesara Anamthawat-Jónsson. Í mastersnámi kannaði Sæmundur skyldleika ýmissa meltegunda (Leymus) með frumuerfðafræðilegum aðferðum.

Hann varði doktorsritgerð sína frá grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada árið 2014, sem ber heitið „Investigations of plant genome evolution using massive parallel sequencing“ (Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni).

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f