Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Knútur Rafn, sem fór með fyrsta hópinn föstudaginn 11. júní en heimamenn í Reykholti munu skiptast á að fara með hópa í sumar.
Knútur Rafn, sem fór með fyrsta hópinn föstudaginn 11. júní en heimamenn í Reykholti munu skiptast á að fara með hópa í sumar.
Mynd / MHH
Líf og starf 28. júní 2021

Sælkerarölt er alla föstudaga í sumar fyrir gesti og gangandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Röltið gekk svo vel í fyrrasumar en þá fengum við um 300 manns í göngurnar þannig að við ákváðum að taka þráðinn aftur upp í sumar og bjóða upp á Sælkerarölt um Reykholt alla föstudaga í sumar klukkan 11.00. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með stoppum og smakki á nokkrum stöðum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af göngustjórum Sælkeragöngunnar í sumar.

Um 300 manns mættu í Sælkeraröltið síðasta sumar og reiknað er með að enn fleiri mæti í sumar.

Röltið hefst alla dagana við Mika, fjölskyldurekinn veitingastað þar sem gestir fá að smakka á heimagerðu konfekti frá Mika. Síðan

rekur gangan sig með fjölbreyttum fróðleik með viðkomu við hverinn í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð bakað í hvernum.

Sigrún Erna að bjóða gestum upp á hverarúgbrauðið sitt.

Brauðið er borið fram með íslensku smjöri. Eftir rölt í smástund er stoppað í nýrri garðyrkjustöð sem heitir Daga, en þar fá gestir að kynnast starfsemi stöðvarinnar og smakka á nýjum íslenskum jarðarberjum, brómberjum og hindberjum. Síðasti stoppistaðurinn er Friðheimar þar sem sagt er frá starfsemi stöðvarinnar og boðið upp á smakk. „Fyrir þá sem ekki vita þá er Reykholt frábærlega staðsett, klukkustund frá höfuðborgarsvæðinu, á miðjum Gullna hringnum og stutt frá alls kyns náttúruperlum. Því er tilvalið að dvelja nokkrar nætur í Reykholti og drekka í sig sveitasæluna,“ segir Knútur Ármann. 

Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, lét sig ekki vanta í gönguna 11. júní en hún er mjög stolt og ánægð með frumkvæði íbúa í Reykholti að bjóða upp á Sælkeragöngur í allt sumar.

Skylt efni: Sælkerarölt | Reykholt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...