Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Í Sælkerahöllinni verður hægt að kaupa ferskvöru beint af framleiðendum líkt og í Torvehallerne í Kaupmannahöfn.
Í Sælkerahöllinni verður hægt að kaupa ferskvöru beint af framleiðendum líkt og í Torvehallerne í Kaupmannahöfn.
Mynd / TB
Fréttir 1. ágúst 2016

Sælkerahöll í Holtagörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fasteignafélagið Reitir hyggst opna veitinga- og matarmarkað að erlendri fyrirmynd í Vogahverfinu í Reykjavík. „Við erum að auglýsa eftir aðilum sem vilja taka þátt í þessu með okkur og höfum þegar fengið fyrirspurnir frá áhugasömum smásölum,“ segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita. 
 
Áformað er að opna veitinga- og matarmarkaðinn í Holtagörðum undir nafninu Sælkerahöllin.
Friðjón segir að fyrstu viðbrögð lofi góðu, en um 1.500 fermetra svæði verði til að byrja með ráðstafað undir starfsemina.  „Við höfum möguleika á að stækka ef áhuginn reynist mikill,“ segir hann.
Básafyrirkomulag verður í Sælkerahöllinni þar sem 12 fermetra rými eða stærra er í boði.
 
Sælkerahöllin verður í anda Torvehallerne í Kaupmannahöfn og Borough Market í London þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman í skemmtilegri upplifun gesta. „Það er vaxandi eftirspurn eftir t.d. lífrænum vörum og matvælum beint frá býli, fólk vill í meira mæli fá að vita eitthvað um þann mat sem það kaupir, ekki bara grípa eitthvað frosið í næsta stórmarkaði,“ segir Friðjón.
 
Stóru verslunarrýmin, sem mjög voru í tísku í eina tíð, eiga undir högg að sækja, annars konar fyrirkomulag sé að ryðja sér til rúms, líkt og það sem fyrirhugað er að setja upp í Holtagörðum þar sem margir einyrkjar koma saman undir sama þaki og bjóða hollar og góðar vörur, skapa lifandi markaðsstemningu með lífi og fjöri. Áhersla verður á ferskleika, íslenska matargerð og hráefni beint frá framleiðendum og eins er gert ráð fyrir að hægt verði að njóta veitinga á staðnum eða grípa þær með.
 
Mikill fjöldi þegar á ferli á þessum slóðum
 
Friðjón bendir á að Holtagarðar gegna nú stóru hlutverki sem samgöngumiðstöð en um hana fari um 600 þúsund ferðamenn á ári. Í húsinu eru líka verslanir og önnur starfsemi sem heimamenn sækja í miklum mæli. Þá búa um 14 þúsund manns í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum og veruleg fjölgun íbúða ráðgerð á næstu árum. Á markaðnum gæti því orðið skemmtilegt samspil heima- og ferðamanna. Til að auka enn á upplifun gesta markaðarins er ætlunin að bjóða upp á afþreyingu, sýningar, tónleika eða aðra listviðburði.
 
„Nú bíðum við viðbragða og munum fara yfir umsóknir í haust og sjá hvert þetta leiðir. Ef allt gengur að óskum stefnum við á að opna í kringum næstu áramót,“ segir Friðjón.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...