Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sækjum fram í vöruþróun og framsetningu - Upptökur af Hellufundi
Mynd / TB
Fréttir 17. janúar 2018

Sækjum fram í vöruþróun og framsetningu - Upptökur af Hellufundi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Á þrettándanum var haldinn fjölmennur fundur í íþróttahúsinu á Hellu þar sem fundarefnið var markaðsmál kindakjöts. Um 370 gestir mættu til fundarins og hlýddu á erindi um markaðssetningu á lambakjöti og gæddu sér í kjölfarið á fjölbreyttum lambakjötsréttum.

Frummælendur voru þeir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, Jón Örn Stefánsson í Kjötkompaníi og Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda ávarpaði fundinn og sagði meðal annars að skoða þyrfti verðmyndunarferli lambakjöts niður í kjölinn og nýta alla hagræðingarmöguleika, "... og kannski helst af öllu; sækja fram hvað varðar vöruþróun og framsetningu. Við þurfum stöðugt að minna okkur á að hlusta eftir þörfum og vilja neytenda og haga okkar framleiðslu í takt við það," sagði Oddný Steina.

Fundurinn var haldinn að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns og sauðfjárbændanna Jóns Bjarnasonar í Skipholti og Erlends Ingvarssonar í Skarði. Styrktaraðilar og aðstoð við framkvæmd veittu IKEA, Kjötkompaní, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið, Sláturfélag Suðurlands og Norðlenska.

Erindin voru tekin upp og eru aðgengileg hér undir.


 

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f