Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sæfari við bryggju í Grímsey. Íbúar vilja nú fyrir alla muni að hugað verði að nýrri ferju og þeir fjármunir sem áttu að fara í viðhald á Sæfara gangi frekar upp í nýja og öflugri ferju.
Sæfari við bryggju í Grímsey. Íbúar vilja nú fyrir alla muni að hugað verði að nýrri ferju og þeir fjármunir sem áttu að fara í viðhald á Sæfara gangi frekar upp í nýja og öflugri ferju.
Mynd / Anna María Sigvaldadóttir
Fréttir 22. mars 2022

Sæfari ekki lengur boðlegur til farþegaflutninga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Grímseyingum þykir ferjan Sæfari, sem er í siglingum milli lands og eyjar, vart boðlegur lengur til farþegaflutninga.

Á fundi hverfis­ráðs Grímseyjar á dögunum kom­ust menn að þeirri niðurstöðu að farsælla væri að huga að kaupum á nýrri ferju, en til stendur að fara í viðhaldsframkvæmdir á Sæfara innan tíðar. Eyjarskeggjum finnst farsælla að nýta fjármuni sem fara í viðhaldskostnað upp í kaup á nýrri ferju.

Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segir að ferjan Sæfari hafi verið í notkun í 15 ár en til stóð þegar hún kom fyrst að hún yrði í notkun í 10 ár. „Sæfari hentar mjög illa til farþegaflutninga og það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem fjöldi farþega eykst í kjölfar aukins ferðamannastraums til Grímseyjar,“ segir Karen Nótt.

Undanfarin ár hafa æ fleiri ferða­menn, bæði Íslendingar og útlendingar, lagt leið sína til Gríms­eyjar. Útlit er fyrir að áfram verði straumur ferðamanna út í eyju og þurfi ferjan að henta þeim aukna fjölda sem þangað vill fara. Fyrr eða síðar þurfi að huga að stærra og hentugra skipi, bæði fyrir farþega og bíla.

Skylt efni: Grímsey | Sæfari | ferjusiglingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...