Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sæðisfrumum fækkar
Fréttir 16. nóvember 2018

Sæðisfrumum fækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talning á sæðisfrumum hjá karl­kynsbjöllum sýnir að frumunum fækkar við hækkandi hita og að margar karlkyns bjöllur verða ófrjóar við hitabylgjur.

Vísindamenn sem láta sig frjósemi karlkyns bjalla varða segja að ófrjósemi karlbjalla eigi eftir að aukast með hækkandi lofthita á jörðinni. Bjöllum í heiminum er skipt í um 400 þúsund ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að fjöldi bjalla í heiminum sé enn mikill hefur þeim fækkað gríðarlega undanfarna áratugi. 

Rannsóknir sýna einnig að fjöldi sáðfruma hjá spendýrum eins og mönnum, nautgripum og sauðfé fækkar einnig við hækkandi hita. Talning á sáðfrumum manna sýna að í mörgum löndum hefur fjöldi þeirra dregist saman um helming á síðustu 50 árum og ófrjósemi aukist.

Í sjálfu sér þarf aukin ófrjósemi mannkyns ekki að vera af hinu slæma á tímum offjölgunar. Verra er aftur á móti með bjöllurnar þar sem þær eru nauðsynlegur hlekkur í hringrás náttúrunnar. 

Skylt efni: hlýnun jarðar | bjöllur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f