Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Landbúnaðarháskólinn efnir til endurmenntunarnámskeiðs um sauðfjársæðingar.
Landbúnaðarháskólinn efnir til endurmenntunarnámskeiðs um sauðfjársæðingar.
Mynd / sá
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskeiða um sauðfjársæðingar út um landið.

Um þessar mundir er mikil áhersla á sæðingar verndandi eða mögulega verndandi arfgerða gegn riðuveiki og því mikil tækifæri sögð fólgin í að endurmennta bændur í sauðfjársæðingum með reyndum dýralækni og kennara. Er námskeiði Endurmenntunar LbhÍ um sauðfjársæðingar ætlað að koma til móts við sem flesta starfandi sauðfjárbændur og aðra sem hafa áhuga á að starfa, eða starfa nú þegar, við sauðfjársæðingar.

Í kynningarefni segir að í bóklega hluta námskeiðsins verði farið yfir sögu sauðfjársæðinga, æxlunarfærum sauðkinda lýst og greint frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Áhersla verði lögð á að fjalla um sæðingar, hvernig best sé að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin.

Í verklega hlutanum verður meðferð sæðis og verklag við sæðingar kennd í fjárhúsi þar sem einnig á að ræða um smitvarnir. Eiga nemendur að námskeiði loknu að geta sætt ær og sagt til um hvernig bestum árangri verður náð.

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir kennir á námskeiðinu en hann hefur áralanga reynslu af að kenna sauðfjársæðingar á vegum Endurmenntunar LbhÍ. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við búnaðarsambönd víða um land. Til stendur að halda námskeiðin hjá LbhÍ á Hvanneyri, að Stóra- Ármóti við Selfoss, á Blönduósi, í Búgarði í Eyjafirði og að Ýdölum við Húsavík. Þau fara fram dagana kringum mánaðamótin nóvember/desember nk.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...