Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Túnvingull gaf ágætlega af sér.
Túnvingull gaf ágætlega af sér.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fræskurður Lands og skógar í haust skilaði túnvingulsuppskeru í góðu meðallagi. Uppskera af melgresi er þó skv. upplýsingum stofnunarinnar fremur lítil.

„Að þessu sinni var melgresi eingöngu uppskorið á Mýrdals- sandi í nokkra daga. Ax er ekki mjög stórt og svo misstum við það að hluta í illviðri. Algengast er að fyrst sé skorið í Landeyjum, svo á Mýrdalssandi og stöku sinnum endað í Þingeyjarsýslum,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri hjá stofnuninni.

Hann segir nákvæmar magn- og gæðatölur ekki liggja fyrir fyrr en líður á vetur og fræhreinsun lýkur.

Meginhlutverk fræverkunarstöðvar Lands og skógar í Gunnarsholti er frærækt og fræverkun tegunda til uppgræðslu. Tvær tegundir eru í framleiðslu: melgresi (Leymus arenarius) og túnvingull (Festuca richardsonii). Fræöflun fer fram síðla sumars og fram á haust þegar fræþroski nær hámarki, en þó áður en náttúruleg frædreifing hefur átt sér stað. Túnvingull þroskast í lok ágúst, en melgresi þroskast seinna og stendur melsláttur oft langt fram í september. Þegar fræið er komið í hús er það þurrkað og hreinsað.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...