Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa
Fréttir 26. október 2018

Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt vefsíðu AgriForum, verða kynntar fyrir árslok yfir 17 milljarða rúblna fjárfestingar í landbúnaði í Stavropol-héraði í Rússlandi. 
 
Er þetta haft eftir svæðisstjóranum Vladimir Vladimirov  á fundi í Mineralny Voda þann 9. október. Þar hélt hann fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um landbúnaðarmál. 
 
Rússar settu í gang afar metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu í landbúnaði í kjölfar viðskiptabanns ESB og Bandaríkjanna eftir yfirtöku Rússa á Krímskaga. Pútín forseti gaf þá út yfirlýsingu um að Rússar yrðu orðnir sjálfum sér nægir um landbúnaðarvörur fyrir árslok 2020. Þessu marki hafa þeir þegar náð á nokkrum sviðum landbúnaðarframleiðslunnar með tilheyrandi samdrætti í innflutningi sem áður kom m.a. frá ESB-ríkjum. 
 
 
Sagði Vladimirov að á meðal verkefna sem rætt hafi verið um væru margháttuð ný verkefni. Þar á meðal væri bygging á geymslumiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, bygging gróðurhúsa, kornvinnsla, bygging á húsum fyrir búfé og uppsetning á sérstökum eplagarði. 
 
Þegar á þessu ári verður fjórum verkefnum lokið sem kosta nærri 2 milljörðum rúblna. 
 
Vladimirov benti á að Stavropol-svæðið væri brauðkarfa Rússlands. Nauðsynlegt væri að styrkja sögulega stöðu þess í tengslum við áætlanir yfirvalda um sjálfbærni landsins. Þá sagði hann að fjölmörg önnur landbúnaðarverkefni væru þegar í gangi, m.a. í mjólkur- og kjötframleiðslu í tengslum við átak í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...