Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Mynd / TB
Fréttir 29. júlí 2019

Rússinn er kominn til landsins!

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Menn ráku upp stór augu á götum Reykjavíkur á dögunum þegar sást til nýs Rússajeppa í borgarumferðinni. Þótt útlitið væri fornt var ljóst að þarna var glæný bifreið á ferðinni. 
 
Við nánari athugun reyndist eigandinn vera Eysteinn Yngvason en hann er að hefja innflutning á þessu virta rússneska ökutæki í gegnum fyrirtæki sitt, UAZ Iceland ehf.
 
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leyndi ekki aðdáun sinni á Rússanum þegar hann fyrir tilviljun hitti Eystein fyrir utan Bændahöllina.
 
Áður en jeppinn kemur hingað til lands er hann sendur í klössun í Þýskalandi. Þar er átt við vélina svo Rússinn komist í gegnum skráargat evrópskra mengunarvarna. Einnig er bíllinn með veglegum aukabúnaði, m.a. amerísku dráttarbeisli, gálga fyrir varadekk, stiga, toppgrind sem ber 300 kíló og efnismikla stuðara. Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns. Hann er búinn 113 hö fjölventla vél með Bosch innspýtingu, vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Nánari upplýsingar um Rússann er að finna á vefslóðinni www.russajeppar.is en Eysteinn segir að fljótlega skýrist hvað hann muni kosta. Það fari m.a. eftir því hvernig tollayfirvöld ákveða að skilgreina jeppann. Víst er að fyrir íslenska bændur getur Rússajeppinn verið góður kostur í búverkin. 
 
Rússinn verður fáanlegur með haustinu.
 
Rússinn er með vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...