Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Loftslags- og orkusjóður ætlar að veita rúmum milljarði til verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá Þórudalsheiði.
Loftslags- og orkusjóður ætlar að veita rúmum milljarði til verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá Þórudalsheiði.
Mynd / sá
Fréttir 2. maí 2025

Rúmur milljarður í þágu loftslagsaðgerða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Veita á 1.300 milljónum króna í styrki vegna orkuskipta og tækni- og nýsköpunarverkefna á sviði loftslagsmála.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt að Loftslags- og orkusjóður muni veita styrki að upphæð 1.300 milljóna króna til almennra verkefna sem eru til þess fallin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og gera Ísland óháðara jarðefnaeldsneyti.

Eru áherslur fyrir almenna úthlutun sjóðsins árið 2025 sagðar skiptast í tvo meginflokka. Eru þar annars vegar verkefni sem skila skjótum og mælanlegum árangri í útfösun kolefnis og skiptist sá flokkur niður á innviði fyrir stærri tæki og áfyllingarstöðvar fyrir raf- og lífeldsneyti. Hins vegar eru verkefni sem varða orkuskipti og orkusparnað í margvíslegum rekstri, orkuskipti á hafi og hringrásarverkefni. Hinn flokkurinn snýr að nýrri tækni og nýsköpunarverkefnum á sviði loftslagsmála.

Verður 1.000 m.kr. veitt í verkefni sem styðja við markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og 300 m.kr. til verkefna sem fela í sér innleiðingu á nýrri tækni eða nýsköpun á sviði loftslagsmála. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2025.

Skylt efni: loftslagsmál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...