Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt
Mynd / BBL
Fréttir 31. janúar 2019

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna sem koma til Íslands, eða 54%, hefur neytt íslensks lambakjöts á ferðum sínum um landið einu sinni eða oftar. Þá eru 64% þeirra jákvæðir eða fremur jákvæðir í garð lambakjöts en einungis 2% neikvæðir og 34% taka ekki afstöðu samkvæmt könnun Gallup. 

Icelandic lamb hefur á undanförnum árum verið að kynna merki sitt sem einkennir nú um 170 veitingastaði um allt land sem leggja áherslu á lambakjöt á sínum matseðli. Sífellt fleiri veitingastaðir hafa sýnt áhuga á að hafa þetta merki á áberandi stað til að leggja áherslu á að þar sé boðið upp á íslenskt lambakjöt. Einnig er vaxandi áhugi meðal verslana um að fá að nota merkið, einkum þeirra sem sérhæfa sig í sölu á kjöti. Var Kjötkompaníið fyrsta sérverslunin til að festa merkið upp á vegg hjá sér.   

Sífellt fleiri ferðamenn þekkja merki Icelandic lamb

Kannanir Gallup sem gerðar hafa verið frá 2017 sýna að erlendir ferðamenn eru stöðugt að vera meðvitaðri um þetta einkennismerki lambakjötsins hér á landi.  

Í könnun Gallup frá 2017 kemur fram að 27% erlendra ferðamanna þekktu til merkis Icelandic lamb í veitingahúsum og verslunum. Í könnun sem gerð var í maí 2018 sögðust 29% þekkja merkið og í könnun í nóvember 2018 voru 38% erlendra ferðamanna meðvituð um tilvist merkisins. 

54% hafa borðað lambakjöt

Rúmlega helm-ingur ferða-manna sem hingað koma neytir eða bragðar lambakjöt einu sinni eða oftar á ferð sinni um landið. Undanfarin tvö ár hefur þetta hlutfall haldist nokkuð stöðugt. 

Þegar ferðamenn voru spurðir um hvort þeir hafi borðað lambakjöt á veitingahúsum og/eða keypt það í verslunum í dvöl sinni hér á landi svöruðu 54% ferðamanna því játandi árið 2017. Þar af höfðu 40% fengið lambakjöt á veitingahúsum en 10% höfðu keypt það bæði í verslun og á veitingahúsi, en 4% einungis í verslun. 

Í maí 2018 svöruðu 49% sömu spurningu játandi. Þar af höfðu 36% keypt það á veitingahúsum en 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 5% einungis í verslunum

Í október síðastliðnum voru þeir sem neytt höfðu íslensks lambakjöts 54%. Þar af 38% á veitingahúsum og 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 3% höfðu neytt lambakjöts sem einungis var keypt í verslun.  

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...