Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót
Fréttir 4. nóvember 2019

Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búnaðarstofa Mast er nú að benda sauðfjárbændum á að um næstu áramót verður óvirkt greiðslumark bænda fellt niður. 
 
Þann 1. janúar 2020 kemur í fyrsta skipti til framkvæmda ákvæði 2. mgr. 10. gr. í reglugerð 1262/2018 með stoð í 38. gr. búvörulaga nr. 99/1993 um að greiðslumark sem er óvirkt í þrjú ár samfellt frá 1. janúar 2017 skuli fellt úr gildi. Sjá auglýsingu Búnaðarstofu MAST í Bændablaðinu í dag á bls. 41.
 
Samkvæmt upplýsingum Búnaðar­stofu MAST er um að ræða 11.341,3 ærgildi á 383 lögbýlum, sem hafa verið óvirk í 3 ár samfellt frá 1.1.2017.
 
Verðmæti þessa greiðslumarks er um 200 milljónir króna ef allt verður innleyst á innlausnarmarkaði ársins.
 
Búnaðarstofa mun senda bréf á næstu dögum til allra sem eru rétthafar þessa óvirka greiðslumarks skv. upplýsingum í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ.
 
Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu, verður haldinn innlausnardagur í lok nóvember eða byrjun desember nk. í samræmi við samkomulag bænda og ríkis um endurskoðun sauðfjársamnings, sem samþykktur var fyrr á árinu. Þá geta allir rétthafar greiðslumarks óskað eftir innlausn greiðslumarks á núvirtu innlausnarvirði sem svarar til beingreiðslum þriggja ára. Nánari útfærsla mun koma fram í reglugerð ráðherra, sem beðið er eftir. 

Skylt efni: ærgildi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...