Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rúm sjö tonn af fræi
Fréttir 12. mars 2018

Rúm sjö tonn af fræi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega kom út ársskýrsla um samstarfsverkefnið Bændur græða landið, fyrir árið 2017. Bændur græða landið er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og landeigenda um stöðvun rofs og uppgræðslu heimalanda.

Á árinu 2017 voru skráðir þátttakendur 548, af þeim voru á árinu 499 virkir þátttakendur. Í skýrslunni segir að þátttakendur í verkefninu hafi í heildina borið á 1063,9 tonn af áburði og sáð 7.170 kíló af fræi.

Samstarfsverkefni bænda og Landgræðslunnar

Bændur græða landið er samstarfsverkefni bænda og Landgræðslunnar um uppgræðslu heimalanda. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum árið 1994 en fyrirrennarinn var óformlegra samstarf bænda og Landgræðslunnar um uppgræðslu á heimalöndum.

Markmið verkefnisins er einkum uppgræðsla heimalanda og skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu er að á landinu séu lítt eða ógróin svæði og að beitarálag þar sé hóflegt. Starfsmenn Landgræðslunnar sjá um faglega ráðgjöf og eftirlit með verkefninu en þátttakendur sjá um beina vinnu við verkefnið, s.s. pöntun á áburði, áburðargjöf og sáningu. Landgræðsla ríkisins styrkir bændur um 85% af verði uppgræðsluáburðar og lætur þeim í té fræ ef þess gerist þörf.

Kostnaður

Sértekjur verkefnisins voru framlög sveitarfélaga sem námu ríflega 3,5 milljónum króna. Kostnaður vegna verkefnisins var rúmar 68 milljónir króna.

Í lokaorðum skýrslunnar segir að verkefnið eigi upphaf sitt í svokölluðu heimalandaverkefnis sem hófst árið 1990 og hefur því verið rekið með nær óbreyttu sniði í 27 ár. Frá upphafi hefur BGL verið eitt af mikilvægustu verkefnum Landgræðslunnar og fyllilega sannað gildi sitt.

Í gegnum verkefnið hefur fjölmörgum hekturum ógróins eða illa farins lands verið umbreytt í gróið land, jarðvegsrof hefur verið stöðvað, auk þess sem verkefnið er grundvöllur öflugs og náins samstarfs Landgræðslunnar við bændur og aðra landeigendur um allt land.

Með verkefninu hefur skilningur bænda á landnotkun og landgræðslu aukist og einnig hefur bæst verulega í þekkingarbrunn Landgræðslunnar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f