Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rúlluvélar – Plast í stað nets
Á faglegum nótum 16. júní 2017

Rúlluvélar – Plast í stað nets

Höfundur: Sigtrygur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is
Plastbinding í stað nets, þar á undan garns, er framtíðin að mati flestra framleiðenda rúlluvéla. Í nokkur ár hafa verið á markaði rúlluvélar sem nýta sér plastfilmu til að binda rúllur í baggahólfinu í stað nets:
  • Aukafilman eykur styrk plasthjúpsins, og hjálpar þannig til við að minnka súrefnismagn sem berst að heyinu á verkunar- og geymslutímabilinu og minnkar líkur á myglu og fóðurtapi.
  • Mögulega er hægt að komast af með minna plast þegar rúllunni er plastað, þótt framleiðendur séu ekki allir sammála um það.
  • Auðveldar til muna það að opna rúlluna með t.d. rúlluskera.
  • Meira plast er á „belgnum“ sem minnkar líkur á skemmdum í flutningi.
  • Auðveldar alla vinnu við flokkun í endurvinnslu.

Í dag eru þessir framleiðendur að framleiða rúlluvélar með slíkan búnað:

  • Orkel eru frumkvöðlar í notkun plastfilmu í stað nets og eru í samvinnu með New Holland í þessum efnum með sínar Roll Baler 125 Combi og Roll Baler 135 Ultra.
  • Göweil G5040Kombi vélarnar eru lítt þekktar hérlendis en eru með þessum búnaði.
  • Krone Crown Comprima týpurnar eru með plasti í stað nets og hægt er að kaupa búnað fyrir vélar framleiddar eftir 2014 og setja á hér heima.
  • McHale hefur búnaðinn og heita þá vélarnar plús vélar.
  • Kuhn i-BIO + er einnig vél á markaði hérlendis með plast í stað nets.

Hvað með aðra?

  • Vicon eru á fullu í þróun á FastBale vélinni, og fyrstu prófanir hafa verið með neti en líklegt er að hún verði fyrst Vicon véla með plasti í stað nets.
  • John Deere vilja bíða með þennan búnað þar til plastfilman verður ódýrari.

Filman sem þarf er framleidd af nokkrum aðilum og fer þeim fjölgandi.

  • 1,25 m að breidd,  þykktin er frá 13–25 míkró­metrar.
  • Til að halda pressunni á rúllunni er talað um að setja 2,8 til 5,5 lag utan um þær
  • Ennþá er plastið dýrari kostur en netið en dregið hefur saman með verði á neti og plasti eftir því sem notkun þess síðarnefnda eykst.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f