Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Fréttir 10. júní 2020

Rottur árásargjarnari vegna fæðuskorts

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisyfirvöld í Banda­ríkjum Norður-Ameríku hafa sent frá sér viðvörun þar sem varað er við að rottur í að minnsta kosti tveimur borgum, New York og  New Orleans, sé óvenju árásargjarnar vegna minni fæðu í kjölfar COVID 19.

Fjöldi kvartana í Chicago vegna aukins ágangs rotta í matarleit hefur margfaldast undanfarnar vikur að sögn yfirvalda í borginni.

Árásarhegðun rottanna er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19. Myndbönd sýna að rottur sem sótt hafa í ruslagáma, sem fram til þessa hafa verið örugg uppspretta fyrir þær, eru að slást um hvern bita og snúið sér að kannibalisma og farin á éta eigin afkvæmi.

Í viðvöruninni er sagt að rottur séu farnar að dreifa úr sér á stærri svæði og fólk beðið að hafa samband við meindýraeyði og fjarlægja fugla- og dýrafóður af opnum svæðum verði það vart við rottur á svæðum þar sem þær hafa ekki verið algengar áður.

Rottur eru yfirleitt í fæðuleit á nóttunni en samkvæmt frásögn íbúa í New Orleans kom viðkomandi að um 30 rottum saman á einni aðalgötu borgarinnar, Bourbon Street, um hábjartan dag að éta matarleifar sem einhver hafði kastað frá sér.

Samkvæmt áætlunum var ein rotta í New York fyrir hverjar 36 manneskjur árið 1949 en ári seinna var áætlað að í borginni væri ein rotta á hverja eina manneskju. Aukinn fjöldi rotta eða sýnileiki þeirra er meiri í kjölfar náttúruhamfara og farsótta.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...