Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
Mynd / Brynjólfur Jónsson
Fréttir 16. október 2023

Rótfast í hamförum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tré ársins 2023 er 11 metra hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér hamfarirnar í skriðuföllunum árið 2020.

Tré ársins er vel rótfast 11 m hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér skriðuföllin þar árið 2020.

Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn 10. september sl. Það er sitkagreni (Picea sitchensis) ofan við Hafnargötu 32. Tréð er 10,9 m á hæð, með ummál upp á 90,5 cm í brjósthæð. Hjónin Haraldur Aðalsteinsson og Sigurbjörg Björns- dóttir gróðursettu tréð árið 1975, en þau bjuggu í húsinu Sandfelli, sem nú er horfið.

Gróskumikið starf á landsvísu

Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands segir að félagið útnefni árlega Tré ársins. Með því er sjónum almennings beint að gróskumiklu starfi á landsvísu í trjá- og skógrækt og bent á menningarlegt gildi einstakra trjáa.

Ávörp fluttu Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf. sem er bakhjarl verkefnisins, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, sem þakkaði Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi sérstaklega fyrir að hafa stungið upp á trénu sem verðugu Tré ársins.

Stóð stóru skriðuna árið 2020 af sér

Vakti athygli Helga að tréð hafði staðið stóru skriðuna árið 2020 af sér en hamfarirnar hrifu þá með sér bæði hús og annan yngri trjágróður á svæðinu þar sem tréð stendur nú stakt, fast á sinni rót. Hefur tréð því töluvert tilfinningalegt gildi fyrir íbúa Seyðisfjarðar og er ákveðinn minnisvarði um hamfarirnar.

Seyðfirðingar geta státað af öðru Tré ársins, frá 2004, en það er evrópulerki (Larix decidua) við Hafnargötu 48.

Skylt efni: sitkagreni | tré ársins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...