Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Rósavettlingar
Hannyrðahornið 30. apríl 2025

Rósavettlingar

Höfundur: Hönnun: Ólöf Karlsdóttir Uppskrift: Margrét Jónsdóttir

Vettlingar eru alltaf nýtilegir, vetur, sumar, vor og haust. Það er gott að eiga eina svona í vasanum þegar farið er í göngutúr. Ólöf Karlsdóttir hannaði þessa fallegu rósavettlinga.

Ein stærð.

Efni og áhöld: Þingborgar tvíband 50 g í aðallit og 50 g í mynsturlit. Sokkaprjónar 3.5 mm á stroff og 4 mm á belg og þumal. Nál til að ganga frá endum. Hægt er að nota léttlopa eða jafnvel tvöfaldan lopa einnig.

Prjónfesta: 20 l og 26 umferðir gera 10x10 sm. Ef notaður er lopi eða annað band en gefið er upp hér þarf að gæta að prjónfestu. Lesið uppskriftina yfir áður en hafist er handa. Mynsturblaðið sýnir lykkjufjölda, útaukningu, mynstur og úrtöku, hver rúða táknar eina lykkju. Feita strikið sem nær yfir 7 lykkjur sýnir hvar á að prjóna aukaband fyrir þumli.

Vettlingur: Fitjið upp 36 lykkjur á 3.5 mm prjónana. Prjónið stroff, 3 sléttar og 1 brugðna lykkju, alls 18 umferðir. Skiptið yfir á 4 mm prjónana, aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferð og prjónið svo áfram eftir teikningu.

Úrtaka: Prjónið saman 2 lykkjur, prjónið 1 lykkju, takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið næstu og steypið svo fyrri lykkjunni yfir. Gerið eins á báðum hliðum. Takið úr samkvæmt teikningu þar til 5 lykkjur eru eftir, slítið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar.

Þumall: Þegar lykkjur hafa verið teknar upp fyrir þumli með því að rekja upp aukbandið, takið þá upp 1 aukalykkju í hvorri kverk. Prjónið þumal 12 umferðir eða í þá lengd sem óskað er og takið svo úr á þremur stöðum jafnt yfir umferð. Takið úr í hverri umferð með því að prjóna 2 lykkjur saman í hvert sinn og þegar 3 lykkjur eru eftir, slítið frá og þræðið bandið í gegn. Gangið vel frá öllum endum og sérstaklega vel í þumalkverk svo ekki verði gat.

Þvottur: Þvoið vettlingana í höndum með mildri sápu eða þvottaefni. Skolið, kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Skylt efni: vettlingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f