Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rondane poncho
Hannyrðahornið 7. júní 2021

Rondane poncho

Höfundur: Handverkskúnst

Fallegt poncho sem tilvalið er að hafa við hendina í sumar. Prjónað úr DROPS Paris með gatamynstri og garðaprjóni. Ekki skemmir fyrir að garnið fer á 35% afslátt 1.–30. júní nk.

DROPS Design: Mynstur nr w-528

Stærðir: S/M (L/XL) XXL/XXXL

Yfirvídd að neðan: 158 (188) 198 cm

Garn: DROPS PARIS (fæst í Handverkskúnst)
400 (450) 550 gr litur á mynd nr 21, ljós mynta

Prjónar: Hhringprjónn 80 cm, nr 6 – eða þá stærð sem þarf til að 14L og 23 umf í mynstri A.1 verði 10 x 10 cm.
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.2. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

MYNSTUR-1:
Umferð 1 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 2 (= ranga): Prjónið slétt.
Umferð 3 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 4 (= ranga): Prjónið 6L garðaprjón, prjónið brugðið þar til 6L eru eftir, 6L garðaprjón.
Umferð 5 (= rétta): Prjónið 6L garðaprjón, *2L slétt saman, sláið uppá prjóninn*, endurtakið frá *-* þar til 7L eru eftir, 1L sl, 6L garðaprjón.
Umferð 6 (= ranga): Prjónið 6L garðaprjón, prjónið brugðið þar til 6L eru eftir, 6L garðaprjón. ATH: Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það á að myndast gat.
Umferð 7 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 8 (= ranga): Prjónið slétt.
Umferð 9 (= rétta): Prjónið slétt.

ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð í hverri umf sem er prjónuð frá réttu (ekki í umf 5 í mynstur-1), þ.e.a.s. að það verða 2 úrtökur á 2 cm sléttprjón, 4 úrtökur í mynstur-1 og 2 úrtökur í 2 cm sléttprjón. Fellið af 1L með því að prjóna 2L slétt saman.

PONCHO:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í 2 hlutum og saumað saman í hliðum í lokin.

BAKSTYKKI: Fitjið upp 111 (123) 135 lykkjur með Paris á hringprjóna nr 6. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan þar til stykkið mælist 2 cm. Prjónið nú áfram í sléttprjóni með 6L garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Þessar 6L garðaprjón eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Þegar stykkið mælist 4 (6) 8 cm, stillið af að síðasta umf sé frá röngu. Prjónið MYNSTUR-1 - sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú sléttprjón þar til stykkið mælist ca 10 (12) 14 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6L garðaprjón, A.1B (= 3L) – sjá útskýringu að ofan – yfir næstu 3L, prjónið A.1A (= 12L) þar til 6L eru eftir (= 8 (9) 10 mynstureiningar á breiddina), 6L garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist ca 23 (28) 33 cm.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM.

Prjónið nú 2 cm sléttprjón. Stillið af að síðasta umf sé frá röngu. Prjónið mynstur-1. Prjónið síðan 2 cm sléttprjón. – JAFNFRAMT í hverri umf frá réttu í þessum kafla er fækkað um 4L jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA – alls 7 sinnum. ATH: Lykkjum er ekki fækkað í umf 5 í mynstur-1 og ekki í 6L garðaprjón í hvorri hlið. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 (3) 5 l jafnt yfir = 82 (92) 102 lykkjur eftir á prjóni. Stykkið mælist nú ca 31 (36) 41 cm.

Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6L garðaprjón, A.2 (= 10L) þar til 6L eru eftir (= 7 (8) 9 mynstureiningar á breiddina), 6L garðaprjón. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað í sléttprjóni með 6L garðaprjóni í hvorri hlið á stykki þar til stykkið mælist ca 40 (45) 50 cm. Stillið af að síðasta umf sé frá röngu.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!

Prjónið mynstur-1. Prjónið síðan 2 cm í sléttprjóni. Prjónið 6 umf garðaprjón. JAFNFRAMT í hverri umf frá réttu í þessum kafla er fækkað um 5 (6) 7 L jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA – alls 7 sinnum. ATH: Lykkjum er ekki fækkað í umf 5 í mynstri-1 og ekki í 6L garðaprjón í hvorri hlið. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 8L jafnt yfir = 39 (42) 45 lykkjur á prjóni.
Fellið af. Stykkið mælist ca 48 (53) 58 cm.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið alveg eins og bakstykki.

FRÁGANGUR:
Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju frá hálsi og niður þar til ca 20 cm er eftir að klauf í hvorri hlið.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f